Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2024 13:11 Niðurstöður frá árinu 2012 sýndu fram á mikinn mun á grunnskólum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu. PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu.
PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira