Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Lovísa Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:57 Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. „Það er sérstaklega uggvænlegt að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir fyrir að stuðla að hatri eða fyrir brot á lögum gegn hryðjuverkum,“ segir Türk í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar. „Aldrei ber að nota sakamálarétt til að skerða um of tjáningarfrelsi, samkomufrelsi og félagafrelsi,“ segir mannréttindastjórinn. Í tilkynningu á vef Sameinuðu þjóðanna kemur fram að samkvæmt opinberum upplýsingum hafi rúmlega 2.400 verið handteknir frá 29. júlí. Þar á meðal er fólk sem hefur sætt geðþótta handtöku fyrir þátttöku í mótmælum, mannréttindafrömuðir, ungmenni, fólk með fötlun, stjórnarandstæðingar eða þeir sem taldir eru tengjast þeim. Auk þess hafa eftirlitsmenn skipaður af stjórnarandstöðuflokkum til eftirlits á kjörstöðum verið sviptir frelsi. Í flestum þeirra tilfella, sem Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur skráð, hefur handteknu fólki ekki verið leyft að velja sér verjendur eða hafa samband við fjölskyldur sínar. „Ég hvet til tafarlausrar lausnar allra sem handteknir hafa verið af geðþótta og að öllum verði tryggð réttlát málsmeðferð,“ segir Türk í yfirlýsingu sinni og að óhófleg valdbeiting lögreglu og banvænar árásir vopnaðra stuðningsmanna stjórnvalda á mótmælendur megi ekki endurtaka sig. Ofbeldi ekki lausnin Í tilkynningu kemur einnig fram að fréttir hafi borist af ofbeldisverkum mótmælenda gegn opinberum embættismönnum og byggingum. Ofbeldi er þó aldrei lausnin, að mati mannréttindastjórans. „Rannsaka ber öll dauðsföll sem tengjast mótmælunum og láta gerendur sæta ábyrgð í samræmi við sanngjarna málsmeðferð og í samræmi við staðla um sanngjörn réttarhöld,“ segir Türk. Í yfirlýsingu hans kemur fram að á samfélagsmiðlum megi finna lista af fólki sem hafi hvatt til ofbeldisverka. Á listanum megi meðal annars finna nöfn stjórnarandstæðinga og blaðamanna. Mannréttindastjórinn hefur einnig lýst áhyggjum sínum af hugsanlegri samþykkt löggjafar um eftirlit, skráningu, starf og fjármögnun almannasamtaka, auk löggjafar til höfuðs fasisma, ný-fasisma og fleiru. Stjórnarandstaðan í Venesúela boðaði til viku í vikunni fyrir pólitíska fanga í Venesúela.Vísir/EPA „Ég hvet yfirvöld til að láta hjá líða að samþykkja þessa löggjöf eða neina álíka sem skerðir borgaralegt og lýðræðislegt rými í landinu í þágu félagslegrar samheldni og framtíðar landsins.“ Hann er einnig uggandi yfir því að vegabréf sumra einstaklinga hafi verið gerð ógild. Slíkt virðist vera gert í hefndarskyni fyrir löglegar athafnir í landinu. Allt þetta eykur spennu og sundrar þjóðfélagsvefnum í Venesúela,“ segir Türk og heldur áfram: „Alþjóðasamfélagið hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í að efla víðtæka samræðu með mannréttindi Venesúelabúa að leiðarljósi. Embætti mitt er eins og ætíð til þjónustu reiðubúið,“ bætti mannréttindastjórinn við. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 12:23 Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 11:51 „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10. ágúst 2024 18:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Það er sérstaklega uggvænlegt að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir fyrir að stuðla að hatri eða fyrir brot á lögum gegn hryðjuverkum,“ segir Türk í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar. „Aldrei ber að nota sakamálarétt til að skerða um of tjáningarfrelsi, samkomufrelsi og félagafrelsi,“ segir mannréttindastjórinn. Í tilkynningu á vef Sameinuðu þjóðanna kemur fram að samkvæmt opinberum upplýsingum hafi rúmlega 2.400 verið handteknir frá 29. júlí. Þar á meðal er fólk sem hefur sætt geðþótta handtöku fyrir þátttöku í mótmælum, mannréttindafrömuðir, ungmenni, fólk með fötlun, stjórnarandstæðingar eða þeir sem taldir eru tengjast þeim. Auk þess hafa eftirlitsmenn skipaður af stjórnarandstöðuflokkum til eftirlits á kjörstöðum verið sviptir frelsi. Í flestum þeirra tilfella, sem Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur skráð, hefur handteknu fólki ekki verið leyft að velja sér verjendur eða hafa samband við fjölskyldur sínar. „Ég hvet til tafarlausrar lausnar allra sem handteknir hafa verið af geðþótta og að öllum verði tryggð réttlát málsmeðferð,“ segir Türk í yfirlýsingu sinni og að óhófleg valdbeiting lögreglu og banvænar árásir vopnaðra stuðningsmanna stjórnvalda á mótmælendur megi ekki endurtaka sig. Ofbeldi ekki lausnin Í tilkynningu kemur einnig fram að fréttir hafi borist af ofbeldisverkum mótmælenda gegn opinberum embættismönnum og byggingum. Ofbeldi er þó aldrei lausnin, að mati mannréttindastjórans. „Rannsaka ber öll dauðsföll sem tengjast mótmælunum og láta gerendur sæta ábyrgð í samræmi við sanngjarna málsmeðferð og í samræmi við staðla um sanngjörn réttarhöld,“ segir Türk. Í yfirlýsingu hans kemur fram að á samfélagsmiðlum megi finna lista af fólki sem hafi hvatt til ofbeldisverka. Á listanum megi meðal annars finna nöfn stjórnarandstæðinga og blaðamanna. Mannréttindastjórinn hefur einnig lýst áhyggjum sínum af hugsanlegri samþykkt löggjafar um eftirlit, skráningu, starf og fjármögnun almannasamtaka, auk löggjafar til höfuðs fasisma, ný-fasisma og fleiru. Stjórnarandstaðan í Venesúela boðaði til viku í vikunni fyrir pólitíska fanga í Venesúela.Vísir/EPA „Ég hvet yfirvöld til að láta hjá líða að samþykkja þessa löggjöf eða neina álíka sem skerðir borgaralegt og lýðræðislegt rými í landinu í þágu félagslegrar samheldni og framtíðar landsins.“ Hann er einnig uggandi yfir því að vegabréf sumra einstaklinga hafi verið gerð ógild. Slíkt virðist vera gert í hefndarskyni fyrir löglegar athafnir í landinu. Allt þetta eykur spennu og sundrar þjóðfélagsvefnum í Venesúela,“ segir Türk og heldur áfram: „Alþjóðasamfélagið hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í að efla víðtæka samræðu með mannréttindi Venesúelabúa að leiðarljósi. Embætti mitt er eins og ætíð til þjónustu reiðubúið,“ bætti mannréttindastjórinn við.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 12:23 Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 11:51 „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10. ágúst 2024 18:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 12:23
Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 11:51
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10. ágúst 2024 18:10