Lífið

Karin í Nola keypti 200 fer­metra ein­býlis­hús á Sel­tjarnar­nesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Karin og Friðrik settu nýverið hæð við Lindarbraut á sölu.
Karin og Friðrik settu nýverið hæð við Lindarbraut á sölu.

Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, og unnusti hennar Friðrik Runólfsson hafa fest kaup á 200 fermetra einbýlishúsi við Hofgarða á Seltjarnarnesi. Parið greiddi 175 milljónir fyrir eignina.

Um er að ræða 193,7 einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1978. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og skiptist í fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, eldhús og tvær bjartar stofur. Við húsið er skjólsæll garður með stórri verönd, heitum potti og útisturtu.

Nýverið setti parið fallega hæð við Lindarbraut á sölu. Eignina seldu þau fyrir 130 milljónir.


Tengdar fréttir

Tíu ár og aukin meðvitund í bransanum

Snyrtivöruverslunin Nola fagnaði tíu ára afmæli sínu á dögunum. Í tilefni tímamótanna sló verslunin til veislu og nýtti í leiðinni tækifærið á að breyta útliti vörumerkisins. Nola hefur verið leiðandi í innflutningi á snyrtivörum án óæskilegra innihaldsefna.

Hönnunarhæð Karinar í Nola til sölu

Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, og unnusti hennar Friðrik Runólfsson hafa sett fallega hæð á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða eign á efstu hæð í þríbýlishúsi frá árinu 1967 sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Ásett verð er 128,9 milljónir. 

Þær flottustu í förðun fögnuðu á Sólon

Margt var um manninn í forsýningarpartýi förðunarþáttanna Útlit sem haldið var á Sólon á dögunum. Hópurinn samanstendur af nokkrum færustu förðunarfræðingum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×