„Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 20:55 Haukur Andri leikur með ÍA fram á mitt sumar á næsta ári, á láni frá Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. „Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05