Erlent

Flug­­vél með 62 innan­­­borðs brot­­lenti í Brasilíu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Flugvélin hrapaði til jarðar í borginni Vinhedo.
Flugvélin hrapaði til jarðar í borginni Vinhedo. Vísir

Flugvél með 62 innanborðs, 58 farþegum og fjórum starfsmönnum, brotlenti í dag í Sao Paulo í Brasilíu. Á myndbandi sem er í dreifingu má sjá hvernig vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar.

Flugvélin var á leið frá Cascavel í Parana héraði, til aðalflugvallarins í Sao Paulo, þegar hún féll til jarðar í borginni Vinhedo. Frá því greinir flugfélagið, Voepass.

„Það er ennþá engin staðfesting á því hvernig slysið bar að, eða hver staðan er á fólkinu sem var um borð,“ segir í tilkynningu flugfélagins.

Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, hefur birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann kveðst sorgmæddur yfir fregnunum. Hann sendir samúðarkveðjur til fjölskyldna og vina fólksins sem var um borð. Svo virðist sem allir séu látnir.

Sjá fleiri myndbönd á Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×