Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Tannlæknarnir Ákos Dávid Mirk (t.v.) og Balazs Szendrei (t.h.) eru tveir fjögurra eigenda nýju tannlæknastofunnar sem verður opnuð í Ármúla 26 í næsta mánuði. Aðsend Fyrirtæki sem hefur staðið fyrir ferðum með Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands ætlar að opna stofu á Íslandi í næsta mánuði. Ætlunin er að bjóða upp á lægra verð en tíðkast á Íslandi. Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir. Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir.
Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira