Innherji

Stór banka­fjár­festir kallar eftir „frekari hag­ræðingu“ á fjár­mála­markaði

Hörður Ægisson skrifar
Ummæli forstjóra Stoða, sem stór og áhrifamikill hluthafi í tveimur bönkum, um mikilvægi þessa að skoða áfram hagræðingartækifæri og ná fram meiri stærðarhagkvæmni beinir óhjákvæmilega kastljósinu að mögulegum samruna Kviku og Arion banka.
Ummæli forstjóra Stoða, sem stór og áhrifamikill hluthafi í tveimur bönkum, um mikilvægi þessa að skoða áfram hagræðingartækifæri og ná fram meiri stærðarhagkvæmni beinir óhjákvæmilega kastljósinu að mögulegum samruna Kviku og Arion banka.

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir.


Tengdar fréttir

Varar Seðla­bankann við því að endur­taka fyrri mis­tök með hávaxta­stefnu sinni

Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga.

Stór banka­fjár­festir segir ó­hóf­legar eigin­fjár­kröfur kosta sam­fé­lagið tugi milljarða

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×