Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 19:27 Trump ræðir við fréttamenn um eyrað á sér á blaðamannafundinum í dag. AP/Alex Brandon Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira