Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Björg Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 15:02 Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Leikskólar Skóla- og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun