Drykkjufólk er ekki bara leiðinlegt Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun