Grét þegar hann missti af medalíu og undanþágu frá herskyldu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2024 14:45 Tom Kim var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikunum. getty/Kevin C. Cox Suður-kóreski kylfingurinn Tom Kim var afar vonsvikinn og felldi tár þegar hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í París. Hann missti ekki bara af medalíu heldur einnig undanþágu frá herþjónustu í heimalandinu. Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra. Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra.
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira