Starbucks kemur til Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 11:54 Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Getty Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið. Matur Veitingastaðir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira