Gul viðvörun í Eyjum fram á kvöld og leiðindaspá áfram Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 07:47 Herjólfur á siglingu við Vestmannaeyjar. Vísir/Vilhelm Austan eða norðaustan hvassviðri er nú á landinu sunnanverðu og Miðhálendinu og eru gula viðvaranir í gildi vegna þess. Viðvörun tekur gildi í Vestmannaeyjum og Suðurlandi nú klukkan 10:00 og gildir til 18:00. Varað er við að tjöld gætu fokið. Ekki blæs byrlega við upphaf verslunarmannahelgar í Vestmannaeyjum þar sem fjöldi fólks er saman kominn til að skemmta sér. Þar er spáð austan fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu sem gætu valdið usla á tjaldsvæðum. Einnig varar Veðustofan við snörpum vindhviðum og hvassviðri undir Eyjafjöllum og norðaustan og austan hvassviðri vestan Öræfa. Veðrið má rekja til alldjúprar lægðar sem hringsólar fyrir sunnan land og sendir austan- eða norðaustan kalda eða strekking yfir landið. Í öðrum landshlutum er reiknað með hægara vindi og vætu með köflum en yfirleitt þurru og mildu vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Á morgun er reiknað með austankalda eða strekkingin og dálítilli rigningu á sunnanverðu landinu en þurru að kalla norðan heiða. Önnur lægð nálgast landið sunnan úr hafi annað kvöld og þá má búast við að hvessi talsvert úr norðaustri með samfelldri rigningu suðaustanlands. Ekki tekur betra við á frídegi verslunarmanna á mánudag. Þá er spáð leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Þeim sem ætla að vera á ferðinni er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum. Veður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Ekki blæs byrlega við upphaf verslunarmannahelgar í Vestmannaeyjum þar sem fjöldi fólks er saman kominn til að skemmta sér. Þar er spáð austan fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu sem gætu valdið usla á tjaldsvæðum. Einnig varar Veðustofan við snörpum vindhviðum og hvassviðri undir Eyjafjöllum og norðaustan og austan hvassviðri vestan Öræfa. Veðrið má rekja til alldjúprar lægðar sem hringsólar fyrir sunnan land og sendir austan- eða norðaustan kalda eða strekking yfir landið. Í öðrum landshlutum er reiknað með hægara vindi og vætu með köflum en yfirleitt þurru og mildu vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Á morgun er reiknað með austankalda eða strekkingin og dálítilli rigningu á sunnanverðu landinu en þurru að kalla norðan heiða. Önnur lægð nálgast landið sunnan úr hafi annað kvöld og þá má búast við að hvessi talsvert úr norðaustri með samfelldri rigningu suðaustanlands. Ekki tekur betra við á frídegi verslunarmanna á mánudag. Þá er spáð leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Þeim sem ætla að vera á ferðinni er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.
Veður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira