Hópsöngur og TikTok-dans á Bessastöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 13:04 Halla hélt teiti á Bessastöðum í gær þar sem ætlunin var að fagna unga fólkinu sérstaklega. instagram Halla Tómasdóttir tók við embætti í gær sem sjöundi forseti lýðveldisins. Öllu var til tjaldað. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni og Alþingissalnum tók við eftirpartí í Smiðju, nýrri viðbyggingu Alþingis, áður en leiðin lá á Bessastaði þar sem sungið var um ferðalok og stiginn TikTok-dans. Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira