Uppgjörið: Paide - Stjarnan 4-0 | Sjálfum sér verstir Stjörnumenn úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2024 16:00 Stjörnumenn eru úr leik. Vísir/Diego Stjarnan mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Paide Linnameeskond til Eistlands í öðrum leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Paide vann því samanlagðan 5-2 sigur í einvíginu og Evrópuævintýri Stjörnunnar er á enda. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og bæði lið tóku sér tíma í að þreifa fyrir sér. Það voru þó Stjörnumenn sem áttu fyrsta alvöru færi leiksins á 23. mínútu þegar fyrirgjöf frá Örvari Loga fann Helga Fróða Ingason eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Helgi í sannkölluðu dauðafæri, en skrúfaði boltann framhjá markinu. Heimamenn voru hins vegar hættulegri næstu mínútur og það skilaði sér í marki á 29. mínútu þegar Daniel Luts keyrði inn á teiginn inn af hægri kantinum og kom boltanum fyrir markið. Þar mætti Henrik Ojamaa inn á markteiginn og skilaði boltanum í netið af stuttu færi. Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk færi til að jafna metin fyrir Stjörnuna tæpum tíu mínúturm fyrir hálfleik, en skot hann nokkuð beint á markið og staðan því 1-0, Praide í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur fór svo vægast sagt hörmulega af stað fyrir Stjörnumenn. Stjarnan byrjaði með boltann, en aðeins 33 sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst kom Robi Saarma Praide í 2-0, og 3-2 í einvíginu, eftir að Abdoulie Ceesay hafði komist inn í vonda sendingu aftur á markmann frá Þórarni Inga Valdimarssyni. Þetta voru þó ekki einu mistök Stjörnumanna. Á 57. mínútu átti Þórarinn Ingi furðulega sendingu á Sindra Þór Ingimarsson sem reyndi að koma boltanum heim á Mathias Rosenørn í markinu. Sendingin hins vegar slöpp og Abdoulie Ceesay stal boltanum í annað sinn og í þetta skipti kláraði hann sjálfur af miklu öryggi. Eftir það róaðist leikurinn mikið. Lítið var um færi og heimamenn pössuðu sig vel á því að hleypa Stjörnunni aldrei inn í leikinn. Michael Lilander gerði svo endanlega út um einvígið þegar hann skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, þegar rétt rúmar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Paide, og samanlagt 5-2 sigur eistneska liðsins sem mætir Häcken í næstu umferð. Stjarnan er hins vegar úr leik og Evrópuævintýri þeirra er lokið. Atvik leiksins Fjórða mark Paide fær þann titil að vera atvik leiksins. Michael Lilander stillti sér upp rétt fyrir utan vítateigshornið til að taka aukaspyrnu og smellhitti boltann sem söng í netinu. Glæsilegt mark sem gerði endanlega út um Evrópuævintýri Stjörnumanna. Stjörnur og skúrkar Daniel Luts átti hörkuleik á hægri kantinum fyrir Praide, sem og hinn 17 ára gamli Patrik Kristal inni á miðsvæðinu hjá heimamönnum. Þá verður einnig að hrósa markaskorurunum, þeim Robi Saarma, Henrik Ojamaa og Michael Lilander. Aðalstjarnan hlýtur þó að vera Abdoulie Ceesay sem lagði upp annað markið og skoraði það þriðja. Hins vegar er auðvelt að skella skúrkastimplinum á Þórarinn Inga Valdimarsson og Sindra Þór Ingimarsson. Þórarinn Ingi gaf heimamönnum annað mark sitt á silfurfati og Sindri Þór gerði slíkt hið sama þegar Eistarnir skoruðu þriðja markið. Dómarinn Antoine Chiaramonti og hans dómarateymi frá Andorra gerðu nokkuð vel í dag. Í einhver skipti sleppti hann að veifa gulu spjaldi þegar það hefði vel átt við, en heilt yfir komst teymið nokkuð vel frá verkefninu. Umgjörð og stemning Það var nokkuð vel mætt á Pärnu Rannastaadion í Eistlandi í dag og létu áhorfendur vel í sér heyra. Hins vegar áttu áhorfendur heima í stofu hér á Íslandi í erfiðleikum með að horfa á leikinn þar sem útsendingin var oft og tíðum höktandi, sem gerði það að verkum að sjónvarpsútsendingin var tæpum tíu mínútum á eftir leiknum sjálfum. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu
Stjarnan mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Paide Linnameeskond til Eistlands í öðrum leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Paide vann því samanlagðan 5-2 sigur í einvíginu og Evrópuævintýri Stjörnunnar er á enda. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og bæði lið tóku sér tíma í að þreifa fyrir sér. Það voru þó Stjörnumenn sem áttu fyrsta alvöru færi leiksins á 23. mínútu þegar fyrirgjöf frá Örvari Loga fann Helga Fróða Ingason eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Helgi í sannkölluðu dauðafæri, en skrúfaði boltann framhjá markinu. Heimamenn voru hins vegar hættulegri næstu mínútur og það skilaði sér í marki á 29. mínútu þegar Daniel Luts keyrði inn á teiginn inn af hægri kantinum og kom boltanum fyrir markið. Þar mætti Henrik Ojamaa inn á markteiginn og skilaði boltanum í netið af stuttu færi. Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk færi til að jafna metin fyrir Stjörnuna tæpum tíu mínúturm fyrir hálfleik, en skot hann nokkuð beint á markið og staðan því 1-0, Praide í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur fór svo vægast sagt hörmulega af stað fyrir Stjörnumenn. Stjarnan byrjaði með boltann, en aðeins 33 sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst kom Robi Saarma Praide í 2-0, og 3-2 í einvíginu, eftir að Abdoulie Ceesay hafði komist inn í vonda sendingu aftur á markmann frá Þórarni Inga Valdimarssyni. Þetta voru þó ekki einu mistök Stjörnumanna. Á 57. mínútu átti Þórarinn Ingi furðulega sendingu á Sindra Þór Ingimarsson sem reyndi að koma boltanum heim á Mathias Rosenørn í markinu. Sendingin hins vegar slöpp og Abdoulie Ceesay stal boltanum í annað sinn og í þetta skipti kláraði hann sjálfur af miklu öryggi. Eftir það róaðist leikurinn mikið. Lítið var um færi og heimamenn pössuðu sig vel á því að hleypa Stjörnunni aldrei inn í leikinn. Michael Lilander gerði svo endanlega út um einvígið þegar hann skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, þegar rétt rúmar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Paide, og samanlagt 5-2 sigur eistneska liðsins sem mætir Häcken í næstu umferð. Stjarnan er hins vegar úr leik og Evrópuævintýri þeirra er lokið. Atvik leiksins Fjórða mark Paide fær þann titil að vera atvik leiksins. Michael Lilander stillti sér upp rétt fyrir utan vítateigshornið til að taka aukaspyrnu og smellhitti boltann sem söng í netinu. Glæsilegt mark sem gerði endanlega út um Evrópuævintýri Stjörnumanna. Stjörnur og skúrkar Daniel Luts átti hörkuleik á hægri kantinum fyrir Praide, sem og hinn 17 ára gamli Patrik Kristal inni á miðsvæðinu hjá heimamönnum. Þá verður einnig að hrósa markaskorurunum, þeim Robi Saarma, Henrik Ojamaa og Michael Lilander. Aðalstjarnan hlýtur þó að vera Abdoulie Ceesay sem lagði upp annað markið og skoraði það þriðja. Hins vegar er auðvelt að skella skúrkastimplinum á Þórarinn Inga Valdimarsson og Sindra Þór Ingimarsson. Þórarinn Ingi gaf heimamönnum annað mark sitt á silfurfati og Sindri Þór gerði slíkt hið sama þegar Eistarnir skoruðu þriðja markið. Dómarinn Antoine Chiaramonti og hans dómarateymi frá Andorra gerðu nokkuð vel í dag. Í einhver skipti sleppti hann að veifa gulu spjaldi þegar það hefði vel átt við, en heilt yfir komst teymið nokkuð vel frá verkefninu. Umgjörð og stemning Það var nokkuð vel mætt á Pärnu Rannastaadion í Eistlandi í dag og létu áhorfendur vel í sér heyra. Hins vegar áttu áhorfendur heima í stofu hér á Íslandi í erfiðleikum með að horfa á leikinn þar sem útsendingin var oft og tíðum höktandi, sem gerði það að verkum að sjónvarpsútsendingin var tæpum tíu mínútum á eftir leiknum sjálfum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti