Fabregas bjargaði Frökkum frá því að vera stigalausir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 20:45 Ludovic Fabregas tryggði Frakklandi stig gegn Egyptalandi á Ólympíuleikunum með sínu sjötta marki í leiknum. getty/Harry Langer Frakkar eru enn án sigurs í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Heimamenn gerðu jafntefli við Egypta í dag, 26-26. Franska liðið tryggði sér stig með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út. Frakkland fékk þar með sitt fyrsta stig í B-riðli en Egyptaland er með þrjú stig. Frakkar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og Egyptar leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 11-15. Egyptaland var svo komið í kjörstöðu til að vinna leikinn en Frakkland gafst ekki upp og náði í stig. Fabregas skoraði sex mörk fyrir franska liðið en Yahia Omar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli en þeir rúlluðu yfir Argentínumenn í síðasta leik dagsins, 38-27. Mathias Gidsel fór mikinn í danska liðinu og skoraði þrettán mörk, þar af tíu í fyrri hálfleik. Markametið á Ólympíuleikunum er fimmtán mörk. Norðmenn eru einnig með fullt hús stiga í B-riðli. Þeir unnu nauman sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins, 26-25. Alexander Blonz skoraði sigurmark Noregs á síðustu sekúndunni eftir að Thorbjörn Bergerud varði lokaskot Ungverjalands nokkrum sekúndum áður. Staða Svía í A-riðli þrengdist verulega eftir tap fyrir Slóvenum, 29-24. Svíþjóð er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Slóvenía er með fjögur stig líkt og Króatía, Spánn og Þýskaland. Spánverjar unnu spræka Japani, 37-33. Japan er án stiga á botni A-riðils. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira
Franska liðið tryggði sér stig með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út. Frakkland fékk þar með sitt fyrsta stig í B-riðli en Egyptaland er með þrjú stig. Frakkar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og Egyptar leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 11-15. Egyptaland var svo komið í kjörstöðu til að vinna leikinn en Frakkland gafst ekki upp og náði í stig. Fabregas skoraði sex mörk fyrir franska liðið en Yahia Omar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli en þeir rúlluðu yfir Argentínumenn í síðasta leik dagsins, 38-27. Mathias Gidsel fór mikinn í danska liðinu og skoraði þrettán mörk, þar af tíu í fyrri hálfleik. Markametið á Ólympíuleikunum er fimmtán mörk. Norðmenn eru einnig með fullt hús stiga í B-riðli. Þeir unnu nauman sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins, 26-25. Alexander Blonz skoraði sigurmark Noregs á síðustu sekúndunni eftir að Thorbjörn Bergerud varði lokaskot Ungverjalands nokkrum sekúndum áður. Staða Svía í A-riðli þrengdist verulega eftir tap fyrir Slóvenum, 29-24. Svíþjóð er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Slóvenía er með fjögur stig líkt og Króatía, Spánn og Þýskaland. Spánverjar unnu spræka Japani, 37-33. Japan er án stiga á botni A-riðils.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira
Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34