„Ef maður er sjálfsöruggur getur eiginlega hvað sem er virkað“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2024 11:30 Brynja Bjarna Anderiman er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Áhrifavaldurinn, fyrirsætan og ofurskvísan Brynja Bjarna Anderiman elskar tískuna og tjáir sig með klæðaburði. Hún er enn að finna sinn eigin stíl og er óhrædd við að taka áhættu. Brynja er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Brynju þykir mjög skemmtilegt að setja saman fatnað.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvað hún getur verið fjölbreytt og er stanslaust að breytast. Ég elska líka að nota tískuna til að tjá mig. Brynja elskar að tjá sig með tískunni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín eins og er eru rauðu Kalda skórnir mínir. Ég reyni oft að búa til outfit bara í kringum þá, svo er líka svo kjút þegar rauða táin gægist út fyrir síðar gallabuxur. Rauðu kalda skórnir eru í miklu uppáhaldi hjá Brynju.Aðsend Skórnir eru mjög einstakir.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mjög misjafnt. Stundum dettur mér eitthvað outfit í hug um leið og ég veit hvað ég er að fara gera. En stundum hendi ég bara einhverju saman og hleyp út (því ég er mjög oft sein). Stundum sé ég líka fyrir mér outfit þegar leggst á koddan á kvöldin en þá veit maður ekki alveg hvort outfittið verði flott eða ekki. Það er náttúrulega ekki alltaf alveg eins og ég sá það fyrir mér í hausnum. Oft fer ég líka hálf klædd til vinkvenna minna og fæ lánaða flík eða fylgihluti til að fullkomna lúkkið. Brynja og vinkonur hennar eru duglegar að lána hver annarri fylgihluti eða annað til að fullkomna lúkkið.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér finnst hann svolítið út um allt. Ég tek oft tímabil þar sem mér finnst ég finna fullt af flottum outfittum og fýla í hverju ég er en svo koma tímabil inn á milli sem ég er komin með nóg af öllu sem ég á og á erfitt með að búa til outfit. Brynja segir að stíllinn hennar sé svolítið út um allt.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn er stanslaust að breytast og þróast. Ég er eiginlega ennþá að finna minn stíl. Mér finnst til dæmis mjög margt sem ég klæddist bara nýlega ekki endilega málið. Stíll Brynju er í þróun.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp. Það er bara allt skemmtilegra ef maður er í einhverju sem manni finnst flott og þæginlegt. Það hefur alveg áhrif á skapið líka, ef maður er í einhverju sem maður fýlar sig ekki í þá getur kvöldið stundum bara verið ónýtt. Brynja elskar að klæða sig upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég er mjög mikið á Pinterest. Svo hef ég líka alltaf verið að fá mjög mikinn innblástur frá vinkonum mínum, þær eru allar með mismunandi en geggjaða stíla. Brynja sækir tískuinnblástur til vinkvenna sinna.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eiginlega bara þröngar gervi gallabuxur og að bretta skálmarnar á þeim er alveg bannað hjá mér. Annars finnst mér bara mikilvægast að klæða sig eftir sínum líkama og að líða vel í því sem maður klæðist. Brynja segir mikilvægast að líða vel í flíkunum og klæða sig eftir sínum líkama.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Örugglega bara Silvíu Nótt kjóllinn sem Sylvía Lovetank gerði fyrir mig þegar ég keppti í Vælinu, Söngvakeppni Verzló. View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Aukahlutir geta gert undur og um að gera að leyfa sér að prófa sig áfram og prófa allt. Maður veit aldrei hvað gæti verið flott ef maður þorir ekki að prófa. Svo bara klæðast því sem þér líður vel í. Ef maður er sjálfsöruggur getur eiginlega hvað sem er virkað og verið flott. Brynja segir að sjálfsöryggið sé besta hráefnið.Aðsend Tengdar fréttir Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. júlí 2024 11:31 Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. júlí 2024 11:31 Alltaf sótt í orku og gleði í klæðaburði Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali. 6. júlí 2024 07:00 „Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“ Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Brynju þykir mjög skemmtilegt að setja saman fatnað.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvað hún getur verið fjölbreytt og er stanslaust að breytast. Ég elska líka að nota tískuna til að tjá mig. Brynja elskar að tjá sig með tískunni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín eins og er eru rauðu Kalda skórnir mínir. Ég reyni oft að búa til outfit bara í kringum þá, svo er líka svo kjút þegar rauða táin gægist út fyrir síðar gallabuxur. Rauðu kalda skórnir eru í miklu uppáhaldi hjá Brynju.Aðsend Skórnir eru mjög einstakir.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mjög misjafnt. Stundum dettur mér eitthvað outfit í hug um leið og ég veit hvað ég er að fara gera. En stundum hendi ég bara einhverju saman og hleyp út (því ég er mjög oft sein). Stundum sé ég líka fyrir mér outfit þegar leggst á koddan á kvöldin en þá veit maður ekki alveg hvort outfittið verði flott eða ekki. Það er náttúrulega ekki alltaf alveg eins og ég sá það fyrir mér í hausnum. Oft fer ég líka hálf klædd til vinkvenna minna og fæ lánaða flík eða fylgihluti til að fullkomna lúkkið. Brynja og vinkonur hennar eru duglegar að lána hver annarri fylgihluti eða annað til að fullkomna lúkkið.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér finnst hann svolítið út um allt. Ég tek oft tímabil þar sem mér finnst ég finna fullt af flottum outfittum og fýla í hverju ég er en svo koma tímabil inn á milli sem ég er komin með nóg af öllu sem ég á og á erfitt með að búa til outfit. Brynja segir að stíllinn hennar sé svolítið út um allt.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn er stanslaust að breytast og þróast. Ég er eiginlega ennþá að finna minn stíl. Mér finnst til dæmis mjög margt sem ég klæddist bara nýlega ekki endilega málið. Stíll Brynju er í þróun.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp. Það er bara allt skemmtilegra ef maður er í einhverju sem manni finnst flott og þæginlegt. Það hefur alveg áhrif á skapið líka, ef maður er í einhverju sem maður fýlar sig ekki í þá getur kvöldið stundum bara verið ónýtt. Brynja elskar að klæða sig upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég er mjög mikið á Pinterest. Svo hef ég líka alltaf verið að fá mjög mikinn innblástur frá vinkonum mínum, þær eru allar með mismunandi en geggjaða stíla. Brynja sækir tískuinnblástur til vinkvenna sinna.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eiginlega bara þröngar gervi gallabuxur og að bretta skálmarnar á þeim er alveg bannað hjá mér. Annars finnst mér bara mikilvægast að klæða sig eftir sínum líkama og að líða vel í því sem maður klæðist. Brynja segir mikilvægast að líða vel í flíkunum og klæða sig eftir sínum líkama.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Örugglega bara Silvíu Nótt kjóllinn sem Sylvía Lovetank gerði fyrir mig þegar ég keppti í Vælinu, Söngvakeppni Verzló. View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Aukahlutir geta gert undur og um að gera að leyfa sér að prófa sig áfram og prófa allt. Maður veit aldrei hvað gæti verið flott ef maður þorir ekki að prófa. Svo bara klæðast því sem þér líður vel í. Ef maður er sjálfsöruggur getur eiginlega hvað sem er virkað og verið flott. Brynja segir að sjálfsöryggið sé besta hráefnið.Aðsend
Tengdar fréttir Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. júlí 2024 11:31 Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. júlí 2024 11:31 Alltaf sótt í orku og gleði í klæðaburði Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali. 6. júlí 2024 07:00 „Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“ Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. júlí 2024 11:31
Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. júlí 2024 11:31
Alltaf sótt í orku og gleði í klæðaburði Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali. 6. júlí 2024 07:00
„Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“ Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júní 2024 11:31