Fjöldamorðingi í My Lai látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 11:48 Bandarískur hermaður brennir hús í My Lai í Víetnam 16. mars 1968. Hundruð varnarlausra þorpsbúa voru myrtir og pyntaðir þegar hermenn í leit að liðsmönnum Víetkong gengu þar berserksgang. Vísir/Getty Bandarískur liðsforingi úr Víetnamstríðinu sem var sá eini sem var látinn sæta ábyrgð á fjöldamorðinu alræmda í þorpinu My Lai er látinn, áttræður að aldri. Bandarískir hermenn drápu hundruð óbreyttra borgara í My Lai, þar á meðal konur og börn. William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan. Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan.
Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira