Viðskipti innlent

Terra Einingar kaupir Öryggisgirðingar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valgeir Baldursson forstjóri Terra, Þórður Antonsson og Dagný Hrund Gunnarsdóttir stofnendur Öryggisgirðinga og Fannar Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Terra Eininga.
Valgeir Baldursson forstjóri Terra, Þórður Antonsson og Dagný Hrund Gunnarsdóttir stofnendur Öryggisgirðinga og Fannar Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Terra Eininga.

Terra Einingar ehf., dótturfyrirtæki Terra, hefur fest kaup á öllu hlutafé Öryggisgirðinga ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra einingum.

Terra Einingar sérhæfir sig í einingalausnum í formi húseininga og geymslulausna. Öryggisgirðingar bjóða heildarlausnir á girðingum, hliðum og aðgangskerfum fyrir stofnanir, fyrirtæki, heimili og sumarhús. Lausnirnar eru smíðaðar á Íslandi eftir þörfum viðskiptavina og veitir fyrirtækið heildarlausn á uppsetningu og viðhaldi. 

„Terra Einingar hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og hafa húseiningar fyrirtækisins notið aukinna vinsælda þar sem sveigjanleikinn er í fyrirrúmi. Með kaupunum á Öryggisgirðingum sjáum við mikil tækifæri í auknu vöruúrvali beggja fyrirtækja sem saman munu styrkja stöðu sína á markaði. Eftirspurn eftir sveigjanlegum lausnum bæði hvað varðar húseiningar, girðingalausnir og aðgangskerfi hefur aukist verulega. Með breiðu vöruúrvali Terra Eininga og Öryggisgirðinga munu félögin byggja sterka heild sem öflugt fyrirtæki í iðnaði,“ segir Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Terra Eininga í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×