Körfubolti

Fyrrum leik­maður Indiana State og DePaul samdi við Hött

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Courvoisier McCauley í leik með Indiana State Sycamores í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Courvoisier McCauley í leik með Indiana State Sycamores í bandaríska háskólakörfuboltanum. Getty/Keith Gillett

Bandaríski bakvörðurinn Courvoisier McCauley mun spila með Hetti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.

Þessi 26 ára gamli skotbakvörður er 196 sentímetrar á hæð og kláraði háskólaferilinn með Indiana State University. Hann spilaði einnig með Lincoln Memorial (2. deild) og DePaul í bandaríska háskólaboltanum.

Á lokaári sínu í háskóla, tímabilið 2022-23, þá var McCauley með 15,9 stig, 5,7 fráköst og 0,97 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hann spilaði alls 83 leiki í 1. deild bandaríska háskólaboltans og var með 9,4 stig að meðaltali í leik. Síðasta tímabilið var hans langbesta.

McCauley spilaði sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður í Evrópu með Résidence Walferdange í Lúxemborg. Hann skoraði 17,2 stig í leik auk þess að taka 6,1 frákast, stela 1,1 bolta og gefa 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik.

McCauley var bikarmeistari í Lúxemborg og komst í undanúrslitin í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×