Erlent

Lést af völdum lang­vinnrar lungateppu og astma

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sinéad var bæði umdeild og elskuð og þúsundir syrgðu söngkonuna þegar hún lést.
Sinéad var bæði umdeild og elskuð og þúsundir syrgðu söngkonuna þegar hún lést. Getty/Redferns/Michel Linssen

Sinéad O'Connor lést af völdum langvinnrar lungnateppu og astma að því er segir á dánarvottorði tónlistarkonunnar, sem lést í fyrra.

O'Connor fannst látin á heimili sínu 26. júlí 2023 og í janúar síðastliðnum komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hún hefði látist af náttúrulegum orsökum.

Þegar O'Connor lést voru aðeins átján mánuðir frá því að 17 ára sonur hennar, Shane, svipti sig lífi.

Tónlistarkonan átti þrjú börn á lífi þegar hún lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×