„Frábærir frá upphafi til enda“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 20:15 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hafði betur á móti ÍA á Skaganum í dag. Vísir/Pawel Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag. „Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira