Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 20:31 Magnús Tumi ræddi jökulhlaupið og yfirstandandi jarðhræringatímabil hér á landi í Kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“ Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira