Innlent

Jökul­hlaup hafið úr Mýr­dals­jökli og hring­veginum lokað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Vatn flæðir yfir brúna yfir ánna Skálm og á hringveginn á um kílómetra kafla austan við brúna. Skemmdir eru við brúarendana og vegurinn er byrjaður að skemmast vegna vatnsflaumsins.
Vatn flæðir yfir brúna yfir ánna Skálm og á hringveginn á um kílómetra kafla austan við brúna. Skemmdir eru við brúarendana og vegurinn er byrjaður að skemmast vegna vatnsflaumsins. Vegagerðin

Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 

Skemmdir hafa orðið á fleiri vegum og mjög litlar líkur á því að þeir verði opnaðir í dag, að sögn Vegagerðarinnar. Búið er að loka vegum F232,  F232, F208, F208 og F210 á hálendi.

„Þetta gerist árlega að einhverjir katlar tæma sig en það er sjaldan sem atburðirnir verða stórir. Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni fyrr í dag.

Hann segir að þessu geti fylgt mikil gasmengun, og það geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur.

Víðtækar vegalokanir eru á svæðinu.Vegagerðin
Aðsend
Miklir vatnavextir eru í ánni Skálm.Aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Jökulhlaup virðist hafið úr Mýrdalsjökli

Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×