Fótbolti

Þoka fyrir vestan setur strik í reikninginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH-ingar eru ekki lagðir af stað vestur.
FH-ingar eru ekki lagðir af stað vestur. Vísir/Diego

Leik Vestra og FH í Bestu-deild karla sem átti að hefjast klukkan 14:00 í dag hefur verið frestað vegna þoku.

FH-ingar áttu að fljúga vestur á Ísafjörð fyrir hádegi í dag, en ekki hefur verið hægt að fljúga vegna mikillar þoku fyrir vestan.

Samkvæmt tilkynningu FH-inga á X, áður Twitter, hefði leikurinn getað hafist í fyrsta lagi klukkan 15:00 í dag. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leiknum hefur verið frestað.

Leikur Vestra og FH fer því ekki fram fyrr enn á morgun, sunnudag, klukkan 14:00.

FH-ingar sitja í fjórða sæti Bestu-deildar karla með 25 stig, 13 stigum meira en Vestri sem situr á botninum og er enn í leit að fyrsta sigri sumarsins á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×