Skoðun

Glúten­laust nesti - djöfulsins lúxus!

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. 

Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar.

Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla.

Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju?

Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma?

Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó.

Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr.

Þetta er glútenlaust kex.

Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó.

Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr.

Þetta er kex með glúteni.

GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX.

Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara.

Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum.

Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com

*Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum.

Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×