Lífið

Birtu nýja stiklu fyrir Rings of Power

Eiður Þór Árnason skrifar
Takið til poppið, það er bara um mánuður í þetta.
Takið til poppið, það er bara um mánuður í þetta. Skjáskot/Prime Video

Lord of the Rings aðdáendur geta hlakkað til haustsins enda mun það færa þeim nýja þáttaröð af Rings of Power sem fer í sýningar á Amazon Prime Video þann 29. ágúst.

Netverslunarrisinn kitlar nú aðdáendur með nýrri stiklu fyrir þáttaröðina sem á sér stað þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga.

Líkt og í fyrstu þáttarröð sem var sýnd árið 2022 virðist öllu vera tjaldað til í þeim tilgangi að búa til magnað sjónarspil en líkt og víðfrægt er var sú þáttaröð sú dýrasta í sögu sjónvarps. 

Í lýsingu fyrir aðra þáttaröð segir að áhorfendur eigi von á því að sjá sínar ástsælustu persónur hverfa dýpra inn í myrkrið og reyna að finna sinn stað í heimi sem er sífellt meira á barmi ógæfu. 

„Þegar vinátta stirðnar og þ rofna munu öfl hins góða berjast við að halda í það sem skiptir þau mestu máli...hvert annað.“ Átta þættir verða í annarri þáttaröð sem nær fram í byrjun október.


Tengdar fréttir

Fyrsta kitlan úr annarri seríu Rings of Power

Fyrsta kitlan úr annarri seríu úr smiðju Amazon úr Lord of the Rings heiminum, Rings of Power, er kominn á netið. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga.

Rýnt í stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell.

Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í gær fyrstu stiklu nýrra þátta sem gerast í söguheimi Hringadróttinssögu. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.