Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúðkaupsins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 15:54 Arna Ýr og Vignir Þór héldu glæsilegt brúðkaup í júlí í fyrra. Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu. Arna Ýr og Vignir gengu í hjónaband 1. júlí 2023 og fór athöfnin fram í Háteigskirkju í Reykjavík. Veislan var haldin í sal Sjálands í Garðabæ þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic. Arna Ýr og Vignir settu ekki upp kostnaðaráætlun fyrir brúðkaupið en dreifðu þess í stað kostnaðinum yfir átján mánaða tímabil. „Heildarkostnaðurinn var í kringum átta til níu miljónir en það er ekki alveg að marka þegar það fer yfir svona langt tímabil að kaupa hluti. Vissulega var þetta mikið og við ákváðum að gera þetta frekar en margt annað,“ segir Arna Ýr og bætir við: „Málið er að við vorum byrjuð svo snemma að greiða fyrir hina og þessa þjónustu. Auðvitað fann maður fyrir þessum kostnaði, þetta voru margar milljónir, það er heavy sko, en út af því að við byrjuðum einu og hálfu ári áður að borga staðfestningargjald fyrir salinn og ég var dugleg að kaupa eitthvað jafnt og þétt þá var þetta ekki jafn mikið högg.“ Ættu mögulega stærra heimili Arna Ýr segir að fólk ætti að geta haldið glæsileg brúðkaup fyrir mun minni fjárhæðir en að þau sjái ekki eftir peningnum. „Þetta er náttúrulega engin fjárfesting sko. Við búum í íbúð í dag, kannski ættum við öðruvísi heimili ef við hefðum ekki sett svona mikinn pening í þetta,“ segir Arna Ýr og hlær. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017. Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kírópraktík. Saman eiga hjónin þrjú börn. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015 Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 5. september 2015 20:22 Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Sjá meira
Arna Ýr og Vignir gengu í hjónaband 1. júlí 2023 og fór athöfnin fram í Háteigskirkju í Reykjavík. Veislan var haldin í sal Sjálands í Garðabæ þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic. Arna Ýr og Vignir settu ekki upp kostnaðaráætlun fyrir brúðkaupið en dreifðu þess í stað kostnaðinum yfir átján mánaða tímabil. „Heildarkostnaðurinn var í kringum átta til níu miljónir en það er ekki alveg að marka þegar það fer yfir svona langt tímabil að kaupa hluti. Vissulega var þetta mikið og við ákváðum að gera þetta frekar en margt annað,“ segir Arna Ýr og bætir við: „Málið er að við vorum byrjuð svo snemma að greiða fyrir hina og þessa þjónustu. Auðvitað fann maður fyrir þessum kostnaði, þetta voru margar milljónir, það er heavy sko, en út af því að við byrjuðum einu og hálfu ári áður að borga staðfestningargjald fyrir salinn og ég var dugleg að kaupa eitthvað jafnt og þétt þá var þetta ekki jafn mikið högg.“ Ættu mögulega stærra heimili Arna Ýr segir að fólk ætti að geta haldið glæsileg brúðkaup fyrir mun minni fjárhæðir en að þau sjái ekki eftir peningnum. „Þetta er náttúrulega engin fjárfesting sko. Við búum í íbúð í dag, kannski ættum við öðruvísi heimili ef við hefðum ekki sett svona mikinn pening í þetta,“ segir Arna Ýr og hlær. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017. Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kírópraktík. Saman eiga hjónin þrjú börn.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015 Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 5. september 2015 20:22 Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015 Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 5. september 2015 20:22
Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30
Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00