Erlent

Weinstein lagður inn á sjúkra­hús með Covid-19 og lungna­bólgu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Weinstein heldur enn fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa brotið gegn konum.
Weinstein heldur enn fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa brotið gegn konum. Getty/Adam Gray

Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein, 72 ára, hefur verið flutt á Bellevue-sjúkrahúsið í New York með Covid-19 og lungnabólgu.

Weinstein, sem afplánar nú 23 ára fangelsisdóm, þrjáist fyrir af sykursýki, háþrýstingi, hryggþrengslum og vökva í kringum hjarta og lungu. Hann hefur margsinnis verið lagður inn á Bellevue, sem er með deild fyrir fanga.

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi var fundinn sekur um nauðgun í bæði New York og Kaliforníu en áfrýjunardómstóll ógilti niðurstöðu dómstólsins í New York sökum þess að dómarinn heimilaði vitnisburð kvenna um brot sem málið náði ekki til.

Rétta þarf í málinu upp á nýtt og orðið gæti af því strax í september.

Saksóknarar í málinu segja að fleiri brot verði undir eftir að fleiri konur samþykktu að stíga fram.

Rétt er að geta þess að Weinstein hlaut 23 ára dóm í New York og 16 ára dóm í Kaliforníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×