Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 12:40 JD Vance segir demókrata barnlausar kattarkonur. Jennifer Aniston segist ekki trúa því að mögulegur varaforseti láti slíkt út úr sér. Vísir Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff. Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff.
Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira