Hvar endar þetta? Reynir Böðvarsson skrifar 25. júlí 2024 13:00 Donald Trump notar lygina óspart sem áróðursvopn og virðist nánast ónæmur fyrir því þegar hún er rekin ofan í hann, hann endurtekur hana bara með enn meiri ákafa við húrrahróp fylgjenda. Enginn stjórnmálamaður hefur nokkurntíman komist með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar óheiðarleika og ósvífni í málfluttningi sínum. Hann er einfaldlega algjört viðundur sem enginn hefði trúað því fyrirfram að svona fígúra ætti möguleika á að ná kjöri í hæsta embætti í lýðræðisríki, hvað þá ríki sem oft hefur verið talið fyrirmynd annara vestrænna ríkja og á rætur í upplýsingunni. Það ætti öllum sem fylgjast með að vera ljóst að eitthvað alvarlegt er að þeim lýðræðisferlum sem vaska fram leiðtoga eins og Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson, Viktor Orbán, Giorgia Meloni, Bjarna Benediktsson og marga fleiri og það bara nú á síðustu og verstu tímum. Ég held að enginn þessara leiðtoga kæmust til valda án lyginnar þótt fáir hafi hagað sér eins ruddalega og verið eins ósvífinir og Donald Trump. Hann lýgur að mestu sjálfur en hin eru ekki alveg eins óförskömmuð sjálf en öll hafa þau sér til aðstoðar stofnanavædda lygasögu sem kölluð er Nýfrjálshyggja. Helstu alþjóðlegu stofnanir á fjármálasviði í heiminum, Alþjóðabankinn, WB, og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, til dæmis, hafa keypt þessa lygasögu Síkagóskólans sem Milton Friedman básúneraði út og sem Ronald Reagan og Margaret Thatcher gleyptu hráa og lugu því að kjósendum sínum að ef þau kæmust til valda yrðu allir ríkari. Þau fullyrtu að sameiginlegu eignir þjóðarinnar, svo sem skólar og sjúkrahús, vegir og járnbrautir væri best að afhenda auðvaldinu til að eiga og reka. Gott væri að hafa ofurríkt fólk sem græddi á þessu, lækka síðan skatta á þá ríkustu, því það mundi leka síðan svolítið frá þeim til okkar hinna svipað og brauðmolar detta af borðinu til fuglana þegar við borðum úti í garði á sumrin. Brauðmolakenningin er hluti af lýgi nýfrjálshyggjunar sem fór síðan sem farsótt um allan heim með smitstuðul sem virðist hærri en nokkur önnur þekkt farsótt. Nýfrjálshyggjan er hættulegasta farsótt sem herjað hefur á mannkyn, hefur staðið yfir í bráðum hálfa öld og það er augljóslega langt í land með að ná hópónæmi ef það þá verður nokkurntíman hægt. Bóluefnið gegn lygum og rangindum eru staðreyndir og opin umræða en spurningin er hvernig bólusetningin fer fram þar sem smitið fer um þjóðfélög og stjórnmálaflokka en ekki einstaklinga. Það er ekki hægt að sprauta því inn í þjóðarlíkaman eða stjórnmálaflokkinn á sama hátt og hægt er með bóluefni gegn vírussjúkdómum í mönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, samræmdi aðgerðir með sóttvarnarlæknum um allan heim í baráttunni við Covid og er sá faraldur nú í böndum og er ekki lengur þjóðfélögum hættulegur. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru líka undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, UN, en þar hefur engin samræmd aðgerðaráætlun gegn þessari farsótt verið smíðuð, þvert á móti. Þar á bæ er farsóttinn, þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjunni bara viðhaldið og henni dreift eins og engin væri morgundagurinn og með hjálp hagfræðinga og stjórnmálafræðinga útum allan heim sem allir eru meira og minna menntaðir eins og guðfræðingar í guðfræðideild þar sem trúarbrögðin eru farsóttin sjálf þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjan. Við þekkjum semsagt sjálfa veiruna, sem er lýgin og rangindi, við þekkjum bóluefnið, sem eru staðreyndir og opin umræða, en við vitum ekki hvernig við eigum að bólusetja þjóðfélagið sem er helsjúkt af faraldrinum. Hvernig á að gera sjúklinginn meðvitaðan um sjúkdóminn þegar flestir einstaklingar í þjóðfélaginu eru andstæðingar bólusetningar gagnvart ákkúrat þessum sjúkdómi. Fullyrða jafnvel að bóluefnið sé hættulegra en sjálfur sjúkdómurinn, sannleikurinn hættulegri lýginni. Hvernig á að fá almennan skilning í þjóðfélaginu á ástandinu þegar alþjóðastofnanir og helstu “sérfræðingar” þjóðanna vinna markvisst gegn því og fullyrða jafnvel að faraldurinn sé ekki til staðar og sé bara hugarburður? Ofan á allt saman er meðvirknin í þjóðfélaginu svo útbreidd að erfitt er að sjá hvaða brögðum eigi að beita til þess að koma okkur úr þessari sjálfheldu sem við sem þjóðfélög augljóslega erum komin í. Hvar endar þetta? Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump notar lygina óspart sem áróðursvopn og virðist nánast ónæmur fyrir því þegar hún er rekin ofan í hann, hann endurtekur hana bara með enn meiri ákafa við húrrahróp fylgjenda. Enginn stjórnmálamaður hefur nokkurntíman komist með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar óheiðarleika og ósvífni í málfluttningi sínum. Hann er einfaldlega algjört viðundur sem enginn hefði trúað því fyrirfram að svona fígúra ætti möguleika á að ná kjöri í hæsta embætti í lýðræðisríki, hvað þá ríki sem oft hefur verið talið fyrirmynd annara vestrænna ríkja og á rætur í upplýsingunni. Það ætti öllum sem fylgjast með að vera ljóst að eitthvað alvarlegt er að þeim lýðræðisferlum sem vaska fram leiðtoga eins og Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson, Viktor Orbán, Giorgia Meloni, Bjarna Benediktsson og marga fleiri og það bara nú á síðustu og verstu tímum. Ég held að enginn þessara leiðtoga kæmust til valda án lyginnar þótt fáir hafi hagað sér eins ruddalega og verið eins ósvífinir og Donald Trump. Hann lýgur að mestu sjálfur en hin eru ekki alveg eins óförskömmuð sjálf en öll hafa þau sér til aðstoðar stofnanavædda lygasögu sem kölluð er Nýfrjálshyggja. Helstu alþjóðlegu stofnanir á fjármálasviði í heiminum, Alþjóðabankinn, WB, og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, til dæmis, hafa keypt þessa lygasögu Síkagóskólans sem Milton Friedman básúneraði út og sem Ronald Reagan og Margaret Thatcher gleyptu hráa og lugu því að kjósendum sínum að ef þau kæmust til valda yrðu allir ríkari. Þau fullyrtu að sameiginlegu eignir þjóðarinnar, svo sem skólar og sjúkrahús, vegir og járnbrautir væri best að afhenda auðvaldinu til að eiga og reka. Gott væri að hafa ofurríkt fólk sem græddi á þessu, lækka síðan skatta á þá ríkustu, því það mundi leka síðan svolítið frá þeim til okkar hinna svipað og brauðmolar detta af borðinu til fuglana þegar við borðum úti í garði á sumrin. Brauðmolakenningin er hluti af lýgi nýfrjálshyggjunar sem fór síðan sem farsótt um allan heim með smitstuðul sem virðist hærri en nokkur önnur þekkt farsótt. Nýfrjálshyggjan er hættulegasta farsótt sem herjað hefur á mannkyn, hefur staðið yfir í bráðum hálfa öld og það er augljóslega langt í land með að ná hópónæmi ef það þá verður nokkurntíman hægt. Bóluefnið gegn lygum og rangindum eru staðreyndir og opin umræða en spurningin er hvernig bólusetningin fer fram þar sem smitið fer um þjóðfélög og stjórnmálaflokka en ekki einstaklinga. Það er ekki hægt að sprauta því inn í þjóðarlíkaman eða stjórnmálaflokkinn á sama hátt og hægt er með bóluefni gegn vírussjúkdómum í mönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, samræmdi aðgerðir með sóttvarnarlæknum um allan heim í baráttunni við Covid og er sá faraldur nú í böndum og er ekki lengur þjóðfélögum hættulegur. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru líka undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, UN, en þar hefur engin samræmd aðgerðaráætlun gegn þessari farsótt verið smíðuð, þvert á móti. Þar á bæ er farsóttinn, þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjunni bara viðhaldið og henni dreift eins og engin væri morgundagurinn og með hjálp hagfræðinga og stjórnmálafræðinga útum allan heim sem allir eru meira og minna menntaðir eins og guðfræðingar í guðfræðideild þar sem trúarbrögðin eru farsóttin sjálf þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjan. Við þekkjum semsagt sjálfa veiruna, sem er lýgin og rangindi, við þekkjum bóluefnið, sem eru staðreyndir og opin umræða, en við vitum ekki hvernig við eigum að bólusetja þjóðfélagið sem er helsjúkt af faraldrinum. Hvernig á að gera sjúklinginn meðvitaðan um sjúkdóminn þegar flestir einstaklingar í þjóðfélaginu eru andstæðingar bólusetningar gagnvart ákkúrat þessum sjúkdómi. Fullyrða jafnvel að bóluefnið sé hættulegra en sjálfur sjúkdómurinn, sannleikurinn hættulegri lýginni. Hvernig á að fá almennan skilning í þjóðfélaginu á ástandinu þegar alþjóðastofnanir og helstu “sérfræðingar” þjóðanna vinna markvisst gegn því og fullyrða jafnvel að faraldurinn sé ekki til staðar og sé bara hugarburður? Ofan á allt saman er meðvirknin í þjóðfélaginu svo útbreidd að erfitt er að sjá hvaða brögðum eigi að beita til þess að koma okkur úr þessari sjálfheldu sem við sem þjóðfélög augljóslega erum komin í. Hvar endar þetta? Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun