Hættustig Gauti Kristmannsson skrifar 25. júlí 2024 08:35 Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun