„Gott að við séum mismunandi og flottar á okkar hátt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 29. júlí 2024 09:56 Helena er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Helena Guðjónsdóttir er nítján ára gömul Reykjavíkurmær og er í hópi keppenda í Ungfrú Ísland. Hún hefur haft áhuga á keppninni frá ungum aldri, segir mikilvægt að fylgja draumum sínum og segir gott að stelpurnar í keppninni séu ólíkar og flottar á sinn hátt. Helena er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Sömuleiðis hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Helena Guðjónsdóttir Aldur? 19 að verða 20 Starf? Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni alveg frá því að ég var lítil. Þá voru það örugglega kjólarnir og „glamið“ sem vakti áhugann en hann hefur bara farið vaxandi og núna síðustu ár hefur mér þótt gaman að fylgjast með öllum flottu stelpunum sem taka þátt og fyrir hvað þær standa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ferlið fyrir keppnina hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur kennt mér að fara út fyrir þægindarammann og vera ekkert að pæla í því hvað öðrum finnst og líka að það sé gott að við séum allar mismunandi og flottar á okkar eigin hátt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku en hef einnig lært dönsku og ítölsku. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig, fjölskylda mín og vinir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Alls konar sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum. Hverju ertu stoltust af? Að ég sé að fylgja draumum mínum og læra eitthvað nýtt á hverjum degi, vera góð manneskja og vinna að markmiðum mínum til þess að komast á þann stað sem mig langar að vera á í framtíðinni. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vera ég sjálf og reyna ekki að breyta mér fyrir aðra eða láta skoðanir annarra draga mig niður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sushi allan daginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mamma mín. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og svo dugleg, klár og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? 50 Cent. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Örugglega það margt að heilinn minn er bara búinn að þurrka það út. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvin. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusöm með gott fólk í kringum mig, fjölskyldu, vini og einn Golden Retriever. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er svo þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig sem stendur alltaf við bakið á mér. Uppskrift að drauma degi? Vakna á eyju á Ítalíu með útsýni yfir strönd og fá góðan morgunmat. Tana, synda í sjónum og fara í einhver skemmtileg „activities“ yfir daginn. Fara svo að gera mig fína, borða geggjaðan mat og bara njóta. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Helena er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Sömuleiðis hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Helena Guðjónsdóttir Aldur? 19 að verða 20 Starf? Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni alveg frá því að ég var lítil. Þá voru það örugglega kjólarnir og „glamið“ sem vakti áhugann en hann hefur bara farið vaxandi og núna síðustu ár hefur mér þótt gaman að fylgjast með öllum flottu stelpunum sem taka þátt og fyrir hvað þær standa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ferlið fyrir keppnina hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur kennt mér að fara út fyrir þægindarammann og vera ekkert að pæla í því hvað öðrum finnst og líka að það sé gott að við séum allar mismunandi og flottar á okkar eigin hátt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku en hef einnig lært dönsku og ítölsku. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig, fjölskylda mín og vinir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Alls konar sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum. Hverju ertu stoltust af? Að ég sé að fylgja draumum mínum og læra eitthvað nýtt á hverjum degi, vera góð manneskja og vinna að markmiðum mínum til þess að komast á þann stað sem mig langar að vera á í framtíðinni. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vera ég sjálf og reyna ekki að breyta mér fyrir aðra eða láta skoðanir annarra draga mig niður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sushi allan daginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mamma mín. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og svo dugleg, klár og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? 50 Cent. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Örugglega það margt að heilinn minn er bara búinn að þurrka það út. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvin. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusöm með gott fólk í kringum mig, fjölskyldu, vini og einn Golden Retriever. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er svo þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig sem stendur alltaf við bakið á mér. Uppskrift að drauma degi? Vakna á eyju á Ítalíu með útsýni yfir strönd og fá góðan morgunmat. Tana, synda í sjónum og fara í einhver skemmtileg „activities“ yfir daginn. Fara svo að gera mig fína, borða geggjaðan mat og bara njóta. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira