Erlent

Micros­oft kennir Evrópu­reglum um kerfis­bilunina

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Microsoft segir að reglur sem fyrirtækið samþykkti frá Evrópusambandinu árið 2009, hafi valdið meiriháttar kerfisbilun sem varð þegar uppfærsla í öryggisveitu reyndist gölluð.
Microsoft segir að reglur sem fyrirtækið samþykkti frá Evrópusambandinu árið 2009, hafi valdið meiriháttar kerfisbilun sem varð þegar uppfærsla í öryggisveitu reyndist gölluð. AP

Microsoft kennir reglum Evrópusambandsins um kerfisbilunina sem varð hjá fyrirtækinu í síðustu viku og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, og skapaði öngþveiti á flugvöllum og víðar.

The Telegraph greinir frá þessu.

Tæknirisinn segir að samningur við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá árinu 2009, hafi komið í veg fyrir að hægt hefði verið að gera nauðsynlegar öryggisbreytingar, sem hefðu stöðvað CrowdStrike uppfærsluna, sem olli kerfishruninu.

Gölluð uppfærsla í öryggisveitu

Uppfærslan sem fór úrskeiðis var uppfærsla á Falcon-skynjara í CrowdStrike kerfinu, en Falcon-skynjarinn er hannaður til að koma í veg fyrir netárásir og hefur forgangsaðgang að stýrikerfi í tölvum sem kallast kernel.

Gallaða uppfærslan olli því meiriháttar kerfisbilun.

Apple lausir við regluna

Microsoft býður upp á eigin öryggisveitu svipaða CrowdStrike, Windows Defender, en tæknirisinn samþykkti reglu frá Evrópusambandinu árið 2009 sem veitti utanaðkomandi öryggisveitum að setja upp hugbúnað á stýrikjarnastigi. Þetta var gert í miðri samkeppnisrannsókn Evrópusambandsins.

Apple lokaði fyrir aðgang utanaðkomandi öryggisveitna að stýrikjarnanum, kernel-kerfinu, í mars 2020. Sagt var að það myndi auka öryggi og áreiðanleika fyrirtækisins.

Talsmaður Microsoft sagði við blaðamann Wall Street Journal, að samningurinn við Evrópusambandið frá 2009 hefði komið í veg fyrir að Microsoft gæti gert svipaða breytingu á sínu kerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×