Skoðun

Víð­átta og marg­breytni hins sjötta skilningarvits

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Var séð sem af hinu illa af prestum fyrr á tímum, en ég veit ekki hvort það sé enn viðhorfið.

Sjötta skilningarvitið er með öllum mannverum. En virkar á´ótal fleiri vegu en almennt var talið og talað um. Ég hef áttað mig enn meira á því við að búa hér og sjá svo mikið af allskonar dæmum þess sem birtast í ótal greinum þess sem mannverur eru einstakar í.

Aðeins þeir sem sáu dáið fólk um allt, voru séðir sem hafa það, og kallað að vera „Skyggnir“. Eða viðurkenndir sem hafa sjötta skilningar vitið. Þá var Hafsteinn miðill einn af mjög fáum sem gátu kallað sig hafa það þá.

Eftir að ung stelpa nágranni hafði drukknað með kærasta sínum árið 1977 hugsaði ég að nú myndi mamma hennar vilja fá tíma hjá Hafsteini. En um leið og sú hugsun kom komu þau skilaboð að það myndi ekki gerast af því að hann væri á förum. Daginn eftir staðfestist það í fréttum.

Ég hef svo áttað mig á því eftir að koma til Ástralíu að allar mannverur hafi sína eigin útgáfu af sjötta skilningarviti. Nýting þess skilningarvits birtast með sínum ótal mismunandi eiginleikum og leiðum.

Þau sem hafa komið upp með nýja hluti sem hjálpi mannverum og tækni og svo framvegis er það sem við vitnum á hverjum degi í heiminum en ekki margir að ná að skilja það á þann hátt.

Það eru ótal tíðnissvið, tímasvið, bylgjur og fleira sem sjá um að veita þeim mannverum þá tegund af hinu sjötta skilningarviti sem þeim sé ætlað að nota í lífi sínu til að bæta lífið fyrir þá sem þeirra tegund er.

Sjónvarpið hér í Ástralíu hefur kallað það upp í mér að skilja að það eru svo margir hér á jörðu sem voru send til og sett á jörðu með það til að gera akkúrat það sem þau gera.

Anh Do er einn af þeim. Hann kom sem ungbarn til Ástralíu með foreldrum sínum á flótta frá stríðinu í Víetnam. Sú saga í bók hans er með ólíkindum um hjörtu í mannverum í kringumstæðum sem voru með ólíkindum.

Það sem hann veitir sjónvarpsáhorfendum á ABC stöðinni, er hvernig honum er gefin tegund af því skilningarviti.

Hann fær þekkta einstaklinga í stúdíó ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem hann spjallar við um leið og hann er að mála andlitið á þeim á þeim á „canvas“ til að fá dýpt reynslu viðkomandi einstaklings. Það er ekki bara að við heyrum söguna, heldur hvernig hann setur það í liti. Og það sem hendur hans frá djúpu innsæi gera. Það er með ólíkindum að sjá svo útkomuna sem lýsir mun meiru en bara fleti andlits.

Það eru auðvitað ótal aðrir að gera allskonar hluti sem ég sé alltaf að þeir voru settir á plánetuna fyrir það hlutverk, þann tilgang.

Kjarval var greinilega líka einn af þeim sem var settur á plánetuna til að sýna þjóðinni og öllum sem sáu málverk hans einstaka sýn á landslagi og náttúru landsins með meiri sýn en bara þá hefðbundnu sem flestir sjá þegar þeir sjá landslag. Það sama með Ásmund Sveinsson sem kunni að meta styrk kvenna í lífsbaráttu þeirra tíma sem hann ólst upp í.

Ég sá Kjarval hafa það sem ég kalla „Elemental“ orku. Þegar slíkir einstaklingar ganga um, þá er það eins og þeir séu nokkrum sentimetrum ofar jörðu. Ég sá annan mann af kynslóð hans vera eins.

Það hefur ekkert að gera með líkamlega þyngd þeirra, heldur aflið í orkuhjúpum þeirra.

Mennirnir sem fóru inn í hellinn í Thailandi um árið til að bjarga hópi unglinga þegar hellirinn hafði fyllst af vatni voru líka í þeim hópi. Þeir höfðu lært allt sem þurfti áður. Köfun og læknisfræði. Þó að þeir hefðu enga glóru um að það þá, að það ætti eftir að nýtast til að bjarga svo mörgum drengjum frá hellinum í flóði sem annars hefði drekkt þeim öllum.

Það verkefni var ekki fyrir hvaða Jón eða Gunnu að takast á við

Eftir að flytja hingað og fá hreinsun á orkuhjúpum og erfiða áprentun „Projection“ á þá og í, kom í ljós að orkuhjúpar mínir voru nothæfir fyrir ansi margt óvænt. Það birtist til dæmis í gegn um að fá upplýsingar í heilann eins og símhringingu. Og einstaka sinnum orkuhjúp heils líkama, eða hluta, sem lítur út eins og hvít þoka.

Samt hafði ég upplifað eitt slíkt atvik. Það var árið 1974 þegar afi minn hafði dáið úti á landi. En ekki í Reykjavík þar sem amma og afi áttu heima. Við fjölskyldan þá, vorum í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem hann var á á ferð okkar um hinn nýja hringveg. Planið var að heimsækja hann í næsta áfanga. Það óvænta gerðist svo þegar við vorum rétt búin að setja upp tjaldið þegar skilaboð eða tilkynning kom frá honum að hann væri farinn yfir um. Þá vissi ég að við yrðum að pakka upp, og fara á næstu símstöð til að fá það staðfest sem gerðist. Hann vildi greinilega láta mig vita.

Svo liðu árin og margt breyttist

Ég hafði flutt til Ástralíu og unnið mikið í mér, þegar ég sá auglýsingu um spá hátíð hér í Adelaide, og innra skilaboð um að ég ætti að vera með í þeim. Ég fór á þá næstu sem gestur. Sú upplifun staðfesti að ég ætti erindi þangað sem þátt takandi og var það ljúf reynsla.

Svo kom annað mjög óvænt skilaboð í hugsanaflutnings símskeyti að ég ætti að bjóða heilun. Fyrir það þurfti að útbúa bækling, og fékk ég hjálp við það. Sá bæklingur var svo það sem fólk tengdi við, og var ástæðan fyrir að þau pöntuðu tíma. Sama var með lestra í spil þar sem orðin sem voru notuð virkuðu til að þau sem vissu að þau ættu að setjast í þann stól myndu gera það, og ferlið virka yndislega. Það er orkan sem er í samhljómi sem skapar það. En ég var ekki að kalla og draga fólk til að fá lestra, af því að það virkar ekki rétt.

Þeir þarna úti hafa ýmsar leiðir til að senda orku og skilaboð í gegn um mig til þess sem er á bekknum. Svo að veita upplýsingar um bæði lífsreynslu fyrri lífa og þess sem var þá. Þá fóru tjáskiptin í gang um það. Sem voru til að létta á orkubyrði sára frá bæði fyrri lífum, og þau í þessu lífi.

Sú staðreynd sem ég kalla orku-viðsnúning, gerist þegar orkan utan að fer í gegn um þann sem er kallaður heilari og áfram inn í þann sem liggur á bekknum. Seinna kemur svo í ljós að þá hafi sú orka eytt hlutum eins og æxlum eða leiðréttir eitthvað í blóði eða annarsstaðar í líkamanum.

Ég sé það þannig, að það sé af því að orkan hafi verið rétt til að vinda ofan af því sem fór í óæskilegt ástand þarna inni, en að sá aðili sem miðlar orkunni er ekki sá sem gerir það frá Egói eða læknisfræðilegri þekkingu.

Það er eðli orkunnar sem snýr því við. Og ef og þegar heilara er gefið að fá sýn á líffæri. Þá getur það virkað til að hraða snúningi til rétts ástands þar. Það er kannski hægt að kalla það rétt rafmagn fyrir það sem er úr jafnvægi þarna inni.

Sem dæmi um heilara með sterka gjöf á Íslandi voru menn eins og Einar á Einarsstöðum með mjög sterka orku sem þeim sem fengu og fá þá tegund af sjötta skilningar-viti var gefið til að sinna þeim þörfum sem þau þarna úti sáu um að hann og aðrir fengu.

Ég hef fengið nokkur ótrúleg hugsanaflutnings skilaboð tengd mikilli líkamlegri fjarlægð. Þau tilfelli voru ekki um að sjá neitt, bara hærri öfl að veita mér þær upplýsingar. Eins og þegar afi dó, getnaður væri að gerast hinum megin á hnettinum, og fékk það svo staðfest eftir þrjá mánuði.

En þegar Elísabet drottning var að taka í höndina á Lis Truss vissi ég að hún væri á förum, myndi deyja stuttu eftir það. Það staðfestist daginn eftir. Það sem mér var veitt að sjá var að hönd hennar var ekki jarðtengd og var eins og þessi hvíta þoka að nálgast hendur þessarar konu.

Dæmi um hin ótal mismundandi kerfi sem eru í gangi þarna úti

Þessi eiginleiki er gefinn fyrir það sem þau þarna úti ákveða. Maður fær ekki það sem mann langar að fá að vita fyrir sjálfan sig, eða um fjölskyldu. Hvað þá annað sem mann dauðlangi til að fá að vita. Kerfið virkar ekki þannig. Hver mannvera fær sinn skammt í þessu. Þeir eru allir mismunandi.

Svo er það annar flötur í þessu með ráðstöfun þeirra þarna úti, og það er þegar mannvera hefur kallað eftir vissum atriðum til þeirra þarna úti. En hefur ekki græna glóru um hvort sú ósk verði uppfyllt né hvað sé að gerast, þegar visst mjög hægt og rólegt ástand fer í gang. Ferli sem á endanum leiðir til þess að viðkomandi fær það sem óskað var eftir. Og er gert á þann hátt af því að það var og er planið.

Auðvitað eru sálir á jörðu sem virðast eiga að vera án slíks plans, og eru oft á erfiðu rekaldi í gegn um lífið.

Svo geta kerfin þarna úti tekið mann til að sjá inn í líkama eins og um röntgen skoðun sé að ræða.

Það var svo einskonar sérkennilegt próf fyrir mig að vera í matarboði með mörgum gestum starfsliðs mannsins míns sem voru jarðfræðingar. Mér að algerum óvörum var hluti sýnar mínar tekinn til að sjá inn í meltingarkerfi gestgjafans. Þar var lítið æxli neðarlega í því kerfi.

Hvort það var eitthvert próf frá þeim veit ég ekki, en ég var ekki í neinum kringumstæðum þar og þá, til að deila því með honum. Ég sagði Malcolm manninum mínum frá því, þegar við vorum að fara heim. Svo kom í ljós að þetta var satt. Gestgjafinn var ekkert unglamb, og endaði svo í aðgerð varðandi æxlið. Ég hefði auðvitað frekar viljað hafa verið í dæmi þar sem ég gæti sagt honum þetta þá, en þá var slíkt svo nýtt fyrir mér, og ég var ekki með það í mér að finna leið til að deila því á réttan hátt sem mér hafði verið sýnt á þennan hátt. Svo var ég auðvitað ekki viss um að hann myndi taka mark á slíku. Malcolm staðfesti það að hann hafi ekki trúað á slíkt, en þau hjón reyndust hafa skipt um skoðun eftir að heyra um það seinna.

Ég fékk innsýn af ýmsu tagi inn í líkama þeirra sem voru á bekknum. En ekkert af því var af því eðli sem þessi var, og það sem var þar snerist við til hins betra í orkuvinnunni.

Einn af þeim sem kom sagði mér að ástand í blóði hans hafði lagast við heilunina. Það var allt um flæðið frá þeim þarna út í gegn um mig sem millilið og til þess sem var á bekknum.

Það sem mér var gefið að veita var ekki líkt því sem Einar á Einarsstöðum gerði enda var orkan sem honum var gefin á allt öðru plani en mín.

Ég hef alltaf átt erfitt með að sjá og heyra einstaklinga í heilun monta sig af að heila krabbamein.

Því miður eru einstaklingar í þessum spá og heilara-heimi ekki alltaf allir með veruleikann um þessa heima nóg á hreinu. Sum þeirra lofa allskonar hlutum sem reynast ekki endilega verða veruleiki.

Ég fékk tvær merkilegar spár frá eldri konu á Íslandi um árið. Sú kona var greinilega með rétta tengingu við tímalínu mína og annað. Spárnar voru dulspekilegar þar sem ég hefði hvorki getað reynt að sjá um að þær yrðu að veruleika, né að stoppa þær. Þannig höfðu þau sem vinna kerfið þarna úti það sem staðfestir að um lífsplan hafi verið að ræða. Bætur til að setja líf mitt á sitt eigið ætlaða plan. En með snúningi sem hefði átt að sleppa. Það lið hafði greinilega ekki möguleika á slíku.

Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×