Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. júlí 2024 08:01 Ari Daníelsson, forstjóri Origo, segir Covid hafa núllstillt sig. Í kjölfarið ákvað hann að hætta að ferðast á milli landa vegna vinnu og einbeita sér að stjórnarsetu. Í dag kynnumst við þessum forstjóra Origo, sem meðal annars talar í einlægni um bankahrunið, ástina, æskuna í Keflavík og gamla drauma um að verða tónlistarmaður. Vísir/RAX „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. Ari tók við sem forstjóri Origo í apríl á þessu ári, en hafði fyrir þann tíma setið í stjórn félagsins frá árinu 2022, þar af sem stjórnarformaður frá því í fyrra. Tímabilið 2008 – 2022 starfaði Ari í Lúxemborg, lengst af búsettur þar með eiginkonu og börnum en frá árinu 2017 hefur fjölskyldan búið á Íslandi þótt Ari hafi um tíma, flogið á milli vegna vinnunnar. Það er eins og Covid hafi núllstillt okkur. Ég vissi það alla vega í kjölfar Covid að mig langaði ekki til að gera þetta lengur. Ferðast svona mikið eða vera langdvölum í burtu frá fjölskyldunni,“ segir Ari og bætir við: „Ég ákvað því að hætta að vinna úti en fara að einbeita mér að stjórnarsetum á Íslandi. Sem gekk ekki betur en svo að eftir tvö ár, var ég kominn með leið á sjálfum mér og búinn að átta mig á að eflaust byggi ég yfir alltof mikilli starfsorku og löngun til að koma meiru í verk til þess að það hlutverk nægði mér áfram út starfsævina. Ég elska líka að vinna innan um fólk og stjórnarstarfið getur verið einmanalegt.“ Saga Origo nær aftur til ársins 1949 þegar fyrirtækið Skrifstofuvélar fékk umboð fyrir IBM á Íslandi. Árið 1967 varð IBM hins vegar að sjálfstæðum rekstri allt from til ársins 1992, þegar Nýherji er stofnaður. Árið 2007 kaupir Nýherji fyrirtækið TM Software og árið 2018 sameinast félög innan samstæðunnar og nafnið breyttist í Origo. Í helgarviðtali atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast forstjóranum. Þegar sonurinn flutti að heiman segir Ari að eiginkonan hafi lagt áherslu á að fylla upp í skarðið og áður en hann vissi af var hundurinn Sómi mættur! Eiginkona Ara er Halldóra Guðmarsdóttir, börnin þeirra eru í aldursröð: Daníel Ingi, Sigrún Sjöfn og Arna María. Einkasafn, RAX Tónlistin og æskan í Keflavík Ari segist Suðurnesjamaður í húð og hár, fæddur 20. júlí árið 1972, sonur Ingibjargar Óskarsdóttur frá Sandgerði og Daníels Arasonar Keflvíkings. Þótt Ari hafi flust frá Keflavík fyrir tvítugt, segist hann enn hafa sterkar taugar til Keflavíkur. „Ég er einbirni þar til ég er sex ára,“ segir Ari sem á tvær yngri systur. „Varnarliðið var má segja í bakgarðinum hjá okkur í Eyjabyggð og maður kippti sér ekkert upp við það þótt reglulega færu Falcon herflugvélar yfir á æfingum,“ segir Ari og brosir. En í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum var eins og víðar, norskum einingarhúsum hent upp í þessu hverfi sem æ síðan hefur verið kallað Eyjabyggð. Margir Vestmanneyingar sneru síðar aftur til Eyja og þá gafst ungu fjölskyldufólki eins og foreldrum mínum, tækifæri til að fjárfesta í eigin húsnæði.“ Ari segir æskuna hafa verið skemmtilega í alla staði. Eyjabyggð hafi nánast verið eins og þorp í þorpi, skemmtilegt og barnvænt samfélag þar sem allir þekktu alla og mikið var um börn og leik. „Þetta var frábær félagsskapur og algjört frelsi, krakkahópur sem meira og minna fylgdist síðan að í skóla og þaðan eru enn nokkrir af mínum nánustu vinum.“ Smátt og smátt var varnarliðið að draga úr umsvifum sínum og þá tók við að Flugstöð Leifs Eiríkssonar reis upp í bakgarðinum. „Það var bara tvennt sem komst að í mínu lífi þegar ég var unglingur: Annars vegar tónlist en hins vegar tölvur og tækni,“ segir Ari og útskýrir að á hans æskuárum hafi allir krakkar í Keflavík ýmist farið í tónlistarskóla eða stundað íþróttir. „Frá sjö ára aldri var ég í tónlistarskóla og síðar í lúðrasveit. Maður byrjaði að læra á blokkflautu en síðan lærði ég á klarínett, píanó, bassa og loks saxófón,“ segir Ari og bætir við: „Kjartan Már Kjartansson núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar varð skólastjóri tónlistarskólans mjög ungur maður og það verður að segjast að hann hafi byggt upp frábæran kúltúr í skólanum og framsækna kennslu. Í mínu tilfelli fylgdu tónlistinni ýmsar umbreytingar og varanleg áhrif. Til dæmis datt ég alveg ofan í holu jazz tónlistar og er þar enn.“ 16 ára var Ari farinn að vinna við upptökur hjá Rúnari Júlíussyni heitnum í Upptökuheimili Geimsteins. „Mér fannst algjörlega blasa við að ég yrði tónlistarmaður þegar ég yrði stór. Var sterkur námsmaður í eðlisfræði, stærðfræði og því öllu en ákvað að samhliða tónlistinni væri skynsamlegt að skrá mig í praktískt nám, sem ég gerði og fór í rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík.“ Í fyrstu reyndi Ari að keyra á milli. „Reykjanesbrautin var ekki upp á marga fiska á þeim árum þannig að ég gafst fljótt upp á því, flutti til Reykjavíkur og bjó fyrst inni hjá frændfólki sem reyndist mér mjög vel. Námið átti vel við mig, því frá því að ég var barn hafði ég haft gaman af því að rífa öll rafmagnstæki í sundur sem ég gat og reyna svo að setja saman á ný og með sveinsprófinu var ég orðin fullfær um að taka í sundur, gera við og setja saman sjónvörp, videótæki, hljóðnema og fleira. Hversu praktískt sem það telst nú í dag,“ segir Ari og hlær. Þegar Ari var að alast upp í Keflavík valdist einkum tvennt hjá krökkum: Tónlist eða íþróttir. Ari valdi tónlist, lærði á blokkflautu, klarínett, píanó, bassa og saxafón. Ari ólst upp með ameríska herinn í bakgarðinum að segja má, í íbúahverfi sem upphaflega var reist fyrir Vestmanneyinga eftir gos.Vísir/RAX Það sem hjartað býður Tónlistin, upptökur og að vera í hljómsveitum var samt ástríðan. „Tónlist og tækni sameinaðist reyndar í hljóðverum og um tíma vann ég líka sem tæknimaður á RÚV. Uppúr tvítugt var ég kominn með lykla af öllum upptökuverum í Reykjavík, vann sem sjálfstæður verktaki með eigin rekstur og telst til að ég hafi komið að upptökum á um 110-120 verkefnum á þessum árum, bæði hljómplötum og tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús“ segir Ari. „Við bjuggum saman um tíma, ég og nokkrir strákar af Skaganum en lífið gekk út á að vinna í hljóðverum, sem fyrir mig var algjör draumaheimur. Ég kynntist öllum þessum tónlistarmeisturum og fyrirmyndum og því ekkert að undra að lítið hafi verið um partístand og stuð; bara botnlaus vinna.“ Sem dæmi um verkefni sem Ari vann að má nefna plötur með jazztónlistarmönnunum Sigurði Flosasyni, Stefáni Stefánssyni, Tómasi R. Einarssyni og Kristjönu Stefánsdóttur og fjölmörg verkefni fyrir upptökustjóra og útsetjara eins og Björgvin Halldórsson, Egil Ólafsson, Þórir Baldursson og Jón Ólafsson, meðal annars tónlist við kvikmynd Friðrik Þórs, Djöflaeyjuna, og tónlist úr leikritinu Þrek og tár sem Þjóðleikhúsið sýndi. „Það togaði samt í mig að fara í framhaldsnám og ég sá mig ekki eldast vel í þessu starfi. Ég gleymi því aldrei þegar Sigurður Flosason saxafónleikari og áhrifamikill mentor í mínu lífi, sagði við mig að fyrst og fremst ætti maður að fylgja hjartanu eftir þegar maður væri að ákveða hvað maður vildi í lífinu. Við ættum ekki að verja tíma né orku í annað en það sem hjartað býður. Frekara tónlistarnám var þar með lagt á hilluna og þessum ráðum hef ég fylgt síðan.“ Úr varð að Ari skráði sig í Tölvuháskóla Verslunarskólans, sem síðan rann inn í Háskólann í Reykjavík þegar hann var stofnaður árið 1998. „Guðfinna Bjarnadóttir, fyrsti rektor HR varð mikil og góð vinkona mín og það átti líka við um Höllu Tómasardóttur nýkjörinn forseta, sem þá var einnig í lykilhlutverki við uppbyggingu HR og hefur allar götur síðan verið góð vinkona og fyrirmynd. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Ég var formaður nemendafélagsins á þessum tíma og tók sem slíkur virkan þátt í að setja fyrsta skólaárið af stað. Við bókstaflega bárum húsgögnin yfir götuna og í nýbygginguna við Ofanleiti þar sem HR var fyrst til húsa.“ Ari segist enn hafa sterkar taugar til HR og viðurkennir að hann sé svolítið stoltur af því að hafa tekið þátt í að ýta honum úr vör. Fleira tengist þó Háskólanum í Reykjavík. Því það var þar sem Ari kynntist ástinni í sínu lífi; Halldóru Guðmarsdóttur. „Ég man eftir því að hafa verið í hagfræðitíma þegar ég tók fyrst eftir mjög huggulegri konu,“ segir Ari og ekki laust við að nú sjáist glampi í augunum. „Þannig að við kynntumst fyrst í þjóðhagfræði, eins rómantískt og það nú hljómar.“ Parið byrjaði þó ekki saman fyrr en árið 2002. Þá var Ari útskrifaður en Halldóra á síðasta ári í viðskiptafræði. Börn Ara og Halldóru eru þrjú: Daníel Ingi sem er rétt að verða 21 árs og nú í háskólanámi í Sviss, Sigrún Sjöfn sem er 16 ára og hefur nám í Versló næsta haust og síðan Arna María 10 ára. Ari sá fyrir sér að verða tónlistarmaður þegar hann yrði stór, en kláraði þó rafeindavirkjun í Iðnskólanum en fór síðar í Tölvuháskóla Verslunarskólans, sem rann inn í Háskólann í Reykjavík þegar hann var stofnaður árið 1998. Þá var Ari formaður nemendafélagsins og sem slíkur tók hann virkan þátt í að koma HR á laggirnar, með Guðfinnu Bjarnadóttur fyrsta rektor skólans og Höllu Tómasdóttur nýkjörnum forseta Íslands. Vísir/RAX Hið ófyrirséða Margt síðan þá hefur þó þróast á annan veg en þegar Ari hélt að hann yrði tónlistarmaður. Enda ekki laust við að Ari sé stundum enn að koma sjálfum sér á óvart. „Við erum nýkomin með sjö mánaða tíbetan terrier hund, Sóma og ég verð alveg að viðurkenna það að ég hefði aldrei haldið að ég, af öllum, væri svona mikill hundamaður,“ segir Ari og hlær. „Konan mín hafði talað um að fá okkur hund í um tuttugu ár. En ég sagðist alltaf vera með ofnæmi, ferðast of mikið og það væri ekki hægt. Þegar sonurinn flutti að heiman myndaðist aukin pressa því nú þyrfti að fylla í skarðið á heimilinu. Og hvað gerist? Jú, konan fann einfaldlega hundategund sem er ofnæmisfrí og benti mér á ég væri hættur að ferðast!“ Ari segir Sóma mikinn gleðigjafa í lífinu. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara út að ganga með honum og bara einfaldlega að vera að kynnast honum. Sómi er frábær viðbót á heimilið og það virðist eitthvað óskiljanlegt með þessi dýr. Þau draga einhvern veginn fram í okkur mýktina og mennskuna, við verðum opnari í samskiptum við annað fólk og andrúmsloftið einfaldlega breytist.“ En aftur yfir í praktísk mál því um ári áður en Ari útskrifaðist, stofnuðu hann og fleiri félagar fyrirtæki í hugbúnaðarþjónustu. „Þetta er í miðjum dot-com æsingnum, rétt fyrir aldamótin og okkur þótti sjálfsagt að stofna fyrirtæki þótt markmiðin um reksturinn sem slíkum væru frekar óljós og reynslan ekki mikil. En viðskiptavinirnir voru íslenskir bankar og fjármálafyrirtæki og það reyndist mér ágætis start að byrja minn feril í upplýsingatækni svona.“ Félagið rann síðar inn í stærra og rótgrónara fyrirtæki, Mentis, þar sem Ari byrjaði sem forstöðumaður yfir hugbúnaðarþróun en endaði sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. „Þarna starfaði að uppbyggingu mjög þéttur og góður hópur og ég var mjög heppinn með þann reynslubanka sem þarna ávannst. Gísli heitinn Heimisson, verkfræðingur, var mikill mentor fyrir mig og alla sem þarna störfuðu en áður en varði var ég kominn með þennan sams konar kláða og áður um að læra eitthvað nýtt.“ Sem Ari segir að gerist enn hjá honum reglulega. Árið 2004 fór Ari í MBA nám í HR, sem hann segir hafa verið frábæran tíma. „Það er mjög gefandi að fara aftur í nám þegar maður er kominn með starfsreynslu. MBA námið í HR er líka sett upp þannig að mikill hluti námsins fer í að rýna í raunveruleg verkefni að fyrirmynd Harvard,“ segir Ari og vísar þar til þess sem á ensku kallast „case studies.“ „Þetta nám breytti hugarfari mínu og stækkaði mig á svo margan hátt.“ Næst var stefnan sett á starf hjá stóru fyrirtæki sem helst starfaði á alþjóðavettvangi. Sem árið 2006 þýddi fyrst og fremst bankageirinn. Ari byrjaði þá hjá Glitni banka, forvera Íslandsbanka. „Ég setti það sem skilyrði að fara ekki að vinna á upplýsingatæknisviði, vildi breyta til, en byrjaði sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Fljótt skiptust veður í lofti og áður en ég vissi af, var ég farin að vinna í alls kyns slökkviliðsstjóraverkefnum, oftar en ekki tengt endurskipulagningu á rekstri og upplýsingatækni. Þar sem oft þurfti að taka í handbremsuna og gera breytingar og því fylgdi oft að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ari segir að það sem hafi þó nýst honum sérstaklega vel, var reynslan sem hann hafði af því að hafa verið í sjálfstæðum rekstri. Það eitt og sér hafi tryggt ákveðna jarðtengingu. Þegar enn var allt á ferð og flugi, bauðst Ara síðan það tækifæri að taka við rekstri dótturfélags Glitnis í Lúxemborg, þar sem rekinn var sjálfstæður banki. Úr varð að hjónin fluttu út, sonurinn var þá fimm ára og byrjaði strax í enskumælandi skóla en miðjubarnið var þriggja mánaða. Hamingjan var þó ekki lengi í paradís, því haustið 2008 hrundi íslenskt bankakerfi. „Um tíma vissum við Halldóra aldrei hvort við værum að fara heim eða ekki. En þegar bankarnir hrundu endanlega á Íslandi má segja að naflastrengurinn hafi með öllu slitnað við Ísland og við sem þarna vorum, sátum að mestu einir uppi með það verkefni sem þarna var. Svona eins og gengur og gerist þegar stórar hamfarir ríða yfir.“ Við tók tími sem var erfiður en aðkallandi og lærdómsríkur. Sem meira og minna gekk út á að lágmarka skaðann og verja verðmæti eins mikið og hægt var. Með samtölum við yfirvöld eins og fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og fleiri aðila þarna úti. Ari tók strax eftir Halldóru þegar hann sá hana fyrst í þjóðhagfræðitíma í HR. Þau byrjuðu saman árið 2002 en fluttu með börnin til Lúxemborgar rétt fyrir bankahrun þegar Ari varð bankastjóri Glitnis þar, þá 35 ára. Um tíma sváfu þau með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim, því um tíma gat fólk ekki treyst því að greiðslukerfi myndu standa.Vísir/RAX Þjóðarsál í sárum Þegar hið svokallaða Íslandsbankamál kom upp í fyrra, sat Ari í stjórn bankans. „Ég settist í þar stjórn þremur dögum áður en þetta umdeilda útboð fór fram í mars 2022 og að fengnu samþykki regluvarðar bankans tók ég þátt í útboðinu. Enda er það mín bjargfasta skoðun að það sé æskilegt og eðlilegt að stjórnarmenn í skráðum hlutafélögum eigi í þeim hlutabréf. Auðvitað litaðist stjórnarstarfið mikið af þeirri atburðarás sem fer af stað eftir þetta útboð og allir þekkja.“ Í kjölfar sáttar bankans við Fjármálaeftirlitið tók við ný stjórn í Íslandsbanka og nýir lykilstjórnendur. Ari var því einn þeirra sem ekki bauð sig fram til frekari stjórnarsetu. „Það má því segja að þessi stjórnarseta hafi verið styttri en upphaflega var áætlað. Þetta var orðið gott.“ Kom þér reiðin og heiftin á óvart sem upp blossaði í samfélaginu í kjölfar málsins? „Já ég skal alveg viðurkenna að þessi reiði og heift komu mér í opna skjöldu og framganga sumra olli undrun og vonbrigðum. Ég veit ekki hvort það að hafi verið fimmtán ára starf erlendis og á alþjóðlegum vettvangi, sem hafi gert mig svona ónæman á þjóðarsálina eða hvar pólitíkin liggur í þessum málaflokki,“ segir Ari og bætir við: „Mér er sjálfum tamt að horfa til framtíðar en ekki til fortíðar og það var hugarfarið mitt þegar ég settist í stjórn Íslandsbanka. En þetta var lærdómsríkt og svo sem ekki annað sagt en að andrúmsloftið í kringum Íslandsbanka í fyrra hafi verið áhugavert út af fyrir sig. Þótt ekki finnist mér fjármálakerfið hér á landi áhugaverður starfsvettvangur miðað við þá umgjörð og andrúmsloft sem hér ríkir.“ Ari segir þó mikilvægt að muna, að bankahrunið var ekki sér íslenskt fyrirbæri. „Alls staðar í Evrópu og á Norðurlöndunum voru bankar að falla á árunum 2008 til 2010, ríki að yfirtaka þá eða loka þeim eða að bönkum var bjargað vegna þess að það var tekin ákvörðun um að bjarga þeim. Ísland er því ekkert að skera sig úr hvað það varðar, heldur frekar hitt að Ísland var kanarífuglinn í kolanámunni sjálfri: Stórir bankar en lítið hagkerfi og áhrifin ýkt eftir því.“ Ég man að um tíma sváfum við Halldóra með fullt af evrum undir koddanum. Sem dugðu til að kaupa flugmiða fyrir fjölskylduna heim ef á þyrfti að halda og gám undir búslóðina. Því um tíma treysti maður einfaldlega ekki á að greiðslumiðlunarkerfin í Evrópu myndu halda.“ Ari viðurkennir líka að auðvitað hafi þetta verið erfiður tími. „Já, auðvitað var þetta erfið brekka og mikil óvissa, eins og fyrir svo marga. Ég flyt út með fjölskylduna 35 ára gamall og hélt að ég væri að fara að vinna þar sem bankastjóri. Síðan hrynur allt og áður en maður veit af er maður í því verkefni dag frá degi að reyna að greiða úr þeim flækjum sem upp voru komnar; lagalega, fjárhagslega og pólitískt. Því í hverju landi gilda ákveðin lög og ég bundinn af því að vinna með þeim yfirvöldum, stofnunum og leikreglum sem þarna gilda. Það var mikið verkefni að vinna aftur traust en það gekk upp á endanum og mikill árangur náðist í þessu starfi.“ Árið 2010 stofnaði Ari hins vegar fjármálafyrirtækið Reviva Capital með nokkrum samstarfsmönnum sínum. Þar starfaði hann sem forstjóri næstu tólf árin, en nú sem stjórnarformaður. Reviva Capital starfar í Kaupmannahöfn, Lúxemborg og Lissabon og þar starfa 35 manns. Fyrirtækið veitir alþjóðlegum fagfjárfestum sérhæfða eignastýringarþjónustu. Ari tók við sem forstjóri Origo af Jóni Björnssyni, en þegar Ari sat í stjórn félagsins varð þeim strax vel til vina. Þegar Ari var hættur að vinna í Lúxemborg, skellti hann sér í flugnám á Íslandi en hann segir fátt jafnast á við það að fljúga yfir fjöll og firnindi á Íslandi, eldgos og jökla. Engin miðlífskrísa Ari kynntist Jóni Björnssyni fyrrum forstjóra Origo þegar hann settist í stjórn félagsins árið 2022. „Okkur varð strax vel til vina og unnum þétt saman að ýmsum stórum verkefnum. Ég nefni sem dæmi söluna á dótturfélaginu Tempo, breytingar á eignarhaldi Origo og afskráningu félagsins af markaði.“ Þegar Jón tilkynnti honum sem stjórnarformanni að hann hygðist láta af störfum, segir hann hugmyndina um að hann tæki við forstjórakeflinu fyrst hafa komið upp. „Í samtali okkar á milli sagði hann í hálfkæringi: Tekur þú ekki bara við? Og þar með var því fræi plantað hjá mér.“ Ferlið sem tók við var auðvitað lengra og formlegra, en Ari segir að það sem auðveldaði þann feril allan saman er að sú vegferð sem Jón hafði leitt félagið á og sú framtíðarsýn sem núverandi hluhafar hafi, falli vel að þeirri sýn sem Ari hefur sjálfur. En hvernig er að taka við forstjórastarfi af Jóni Björnssyni? „Jón er frábær stjórnandi og góður og vandaður maður. En það er ekki mitt markmið að fara í annarra manna skó, allir þurfa að finna sinn eiginn farveg. En mér finnst frábært að vinna innan um fólkið hér og elska að vera hluti af góðu teymi. Oft segi ég að ég vinni í gegnum fólk, enda er ég ekki sérfræðingur í neinu en kann ýmislegt í mörgu. Ég hlakka til að leiða félagið áfram á jákvæðri leið en með mínum hætti.“ Ari segist eflaust vera ofvirkur þótt hann hafi ekki fengið greiningu sem slíka. Hann segir skýringuna á virkri íþróttaræktun ekki vera miðlífskrísu, hjólin hafi hann stundað frá því í Lúxemborg og upp úr tvítugt hafi hann einfaldlega áttað sig á því að hann yrði að hugsa betur um sig. Bestu hugmyndirnar fær Ari til dæmis oft þegar hann er að hlaupa.Vísir/RAX Frá árinu 2017, hefur fjölskyldan búið á Seltjarnarnesi, þar sem Halldóra er uppalin. „Áður en við fluttum heim frá Lúxemborg, var staðan orðin þannig að við vorum eiginlega farin að reka tvö heimili; þar og hér. Sem var svo sem ekki að koma neitt sérstaklega vel út, því það að fylgja hjartanu kemur ekkert endilega alltaf vel út í excel,“ segir Ari og brosir. „En þetta var mjög rétt ákvörðun hjá okkur og við einfaldlega tilbúin til þess að koma heim. Foreldrar okkar að eldast, frændsystkin að fæðast og fleira, en við alltaf í burtu.“ Þá hafði það áhrif þegar sonurinn komst á framhaldsskólaaldur. „Þá stóðum við líka frammi fyrir því hvort við ættum að missa hann í nám erlendis þannig að hann yrði eins og hver annar Evrópubúi, eða að koma honum í jarðsamband við Ísland með menntaskóla hér.“ Samhliða vinnu, ræktar Ari ástríðurnar sínar: tónlist, íþróttir og flug. „Ekkert endilega í þessari röð samt,“ segir Ari og brosir. En hvaðan kemur þessi áhugi á flugvélum? „Ég hef reyndar engan sérstakan áhuga á flugvélum sem slíkum. En elska að fljúga og það er ekkert sem jafnast á við þá stórkostlegu upplifun að fljúga á eigin flugvél yfir Ísland; jökla, eldgos, fjöll og firnindi,“ segir Ari og bætir við: „Ég fór í flugskólann eftir að við fluttum heim einfaldlega af því ég hafði aftur þörf á að læra eitthvað nýtt og mér fannst ég hálf innikróaður svona vestast á höfuðborgarsvæðinu. Það var æðislegt að að setjast á skólabekk í flugskólanum hálffimmtugur og vera með nemendum sem flestir voru um tvítugt og á leið í atvinnuflugmennsku.“ Tónlistina segist Ari enn rækta en nú frá annarri hlið en áður. „Saxófónninn er harður húsbóndi og fólk þarf að vera mjög virkt í að æfa sig, til að geta haldið sér við þar. Ég gríp því oftar í gítarinn eða að spila á píanóið. Í hverri viku fer ég á tónleika og stundum jafnvel nokkra tónleika,“ segir Ari og bendir á að það sé líka mikilvæg aðkoma að tónlist, að vera tónlistarunnandi, áheyrandi og miðakaupandi. Ari er líka stjórnarformaður Menntaskóla í Tónlist sem varð til við samruna Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH, þar sem um 200 nemendur sækja nám. Ari hefur líka oft setið í dómnefnd íslensku tónlistarverðlaunanna og komið að skipulagsvinnu ýmissa viðburða eins og jazzhátíða og fleira. Alla daga leggur Ari líka áherslu á hreyfingu. Hleypur, hjólar og syndir. „Þetta er samt engin miðlífskrísa,“ segir hann og hlær. „Ég var algjör antisportisti sem barn og unglingur og gerði hvað ég gat til að komast undan því að mæta í leikfimi. En eftir tvítugt fór áhuginn að vakna einfaldlega vegna þess að ég var ekki að hugsa nógu vel um sjálfan mig og mína heilsu. Ég hef síðan þá hugað mjög vel að lífstíl, hreyfingu og mataræði.“ Frá árinu 2001 hefur Ari því stundað langhlaupin og í Lúxemborg byrjaði hann að hjóla. „Þjóðaríþróttin í Lúxemborg er ekki handbolti eða fótbolti, heldur götuhjólreiðar!“ Sundið bættist síðan nýverið við, sem hluti að undirbúning fyrir þátttöku í þríþrautarkeppnum, hálfum járnkarli. Ætli ég sé ekki ofvirkur að einhverju leyti þótt ég hafi aldrei fengið þá greiningu. Skörpustu hugsanirnar mínar eru að minnsta kosti þegar ég er aktíft að gera eitthvað. Ég get til dæmis fengið bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er að hlaupa, á meðan aðrir eru miklu betri en ég í því að slaka á og hugsa og fá góðar hugmyndir þannig,“ segir Ari og bætir við: „Ekkert okkar er steypt í sama mót, það sem hentar mér hentar ekki endilega öðrum og svo framvegis. En sem betur fer er það viðhorf ekki lengur hluti af íslenskri fyrirtækjamenningu að fólk eigi alltaf að vera að vinna. Tíminn er okkar dýrmætasta auðlind og það hvernig við nýtum hann skiptir miklu máli. Þar er það hlutverk stjórnandans að leiða með góðu fordæmi og þá ekki síst þannig að sýna hversu mikilvægt það er að allir skapi sér jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Stjórnun Starfsframi Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Vinnustaðamenning Tækni Tengdar fréttir „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ari tók við sem forstjóri Origo í apríl á þessu ári, en hafði fyrir þann tíma setið í stjórn félagsins frá árinu 2022, þar af sem stjórnarformaður frá því í fyrra. Tímabilið 2008 – 2022 starfaði Ari í Lúxemborg, lengst af búsettur þar með eiginkonu og börnum en frá árinu 2017 hefur fjölskyldan búið á Íslandi þótt Ari hafi um tíma, flogið á milli vegna vinnunnar. Það er eins og Covid hafi núllstillt okkur. Ég vissi það alla vega í kjölfar Covid að mig langaði ekki til að gera þetta lengur. Ferðast svona mikið eða vera langdvölum í burtu frá fjölskyldunni,“ segir Ari og bætir við: „Ég ákvað því að hætta að vinna úti en fara að einbeita mér að stjórnarsetum á Íslandi. Sem gekk ekki betur en svo að eftir tvö ár, var ég kominn með leið á sjálfum mér og búinn að átta mig á að eflaust byggi ég yfir alltof mikilli starfsorku og löngun til að koma meiru í verk til þess að það hlutverk nægði mér áfram út starfsævina. Ég elska líka að vinna innan um fólk og stjórnarstarfið getur verið einmanalegt.“ Saga Origo nær aftur til ársins 1949 þegar fyrirtækið Skrifstofuvélar fékk umboð fyrir IBM á Íslandi. Árið 1967 varð IBM hins vegar að sjálfstæðum rekstri allt from til ársins 1992, þegar Nýherji er stofnaður. Árið 2007 kaupir Nýherji fyrirtækið TM Software og árið 2018 sameinast félög innan samstæðunnar og nafnið breyttist í Origo. Í helgarviðtali atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast forstjóranum. Þegar sonurinn flutti að heiman segir Ari að eiginkonan hafi lagt áherslu á að fylla upp í skarðið og áður en hann vissi af var hundurinn Sómi mættur! Eiginkona Ara er Halldóra Guðmarsdóttir, börnin þeirra eru í aldursröð: Daníel Ingi, Sigrún Sjöfn og Arna María. Einkasafn, RAX Tónlistin og æskan í Keflavík Ari segist Suðurnesjamaður í húð og hár, fæddur 20. júlí árið 1972, sonur Ingibjargar Óskarsdóttur frá Sandgerði og Daníels Arasonar Keflvíkings. Þótt Ari hafi flust frá Keflavík fyrir tvítugt, segist hann enn hafa sterkar taugar til Keflavíkur. „Ég er einbirni þar til ég er sex ára,“ segir Ari sem á tvær yngri systur. „Varnarliðið var má segja í bakgarðinum hjá okkur í Eyjabyggð og maður kippti sér ekkert upp við það þótt reglulega færu Falcon herflugvélar yfir á æfingum,“ segir Ari og brosir. En í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum var eins og víðar, norskum einingarhúsum hent upp í þessu hverfi sem æ síðan hefur verið kallað Eyjabyggð. Margir Vestmanneyingar sneru síðar aftur til Eyja og þá gafst ungu fjölskyldufólki eins og foreldrum mínum, tækifæri til að fjárfesta í eigin húsnæði.“ Ari segir æskuna hafa verið skemmtilega í alla staði. Eyjabyggð hafi nánast verið eins og þorp í þorpi, skemmtilegt og barnvænt samfélag þar sem allir þekktu alla og mikið var um börn og leik. „Þetta var frábær félagsskapur og algjört frelsi, krakkahópur sem meira og minna fylgdist síðan að í skóla og þaðan eru enn nokkrir af mínum nánustu vinum.“ Smátt og smátt var varnarliðið að draga úr umsvifum sínum og þá tók við að Flugstöð Leifs Eiríkssonar reis upp í bakgarðinum. „Það var bara tvennt sem komst að í mínu lífi þegar ég var unglingur: Annars vegar tónlist en hins vegar tölvur og tækni,“ segir Ari og útskýrir að á hans æskuárum hafi allir krakkar í Keflavík ýmist farið í tónlistarskóla eða stundað íþróttir. „Frá sjö ára aldri var ég í tónlistarskóla og síðar í lúðrasveit. Maður byrjaði að læra á blokkflautu en síðan lærði ég á klarínett, píanó, bassa og loks saxófón,“ segir Ari og bætir við: „Kjartan Már Kjartansson núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar varð skólastjóri tónlistarskólans mjög ungur maður og það verður að segjast að hann hafi byggt upp frábæran kúltúr í skólanum og framsækna kennslu. Í mínu tilfelli fylgdu tónlistinni ýmsar umbreytingar og varanleg áhrif. Til dæmis datt ég alveg ofan í holu jazz tónlistar og er þar enn.“ 16 ára var Ari farinn að vinna við upptökur hjá Rúnari Júlíussyni heitnum í Upptökuheimili Geimsteins. „Mér fannst algjörlega blasa við að ég yrði tónlistarmaður þegar ég yrði stór. Var sterkur námsmaður í eðlisfræði, stærðfræði og því öllu en ákvað að samhliða tónlistinni væri skynsamlegt að skrá mig í praktískt nám, sem ég gerði og fór í rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík.“ Í fyrstu reyndi Ari að keyra á milli. „Reykjanesbrautin var ekki upp á marga fiska á þeim árum þannig að ég gafst fljótt upp á því, flutti til Reykjavíkur og bjó fyrst inni hjá frændfólki sem reyndist mér mjög vel. Námið átti vel við mig, því frá því að ég var barn hafði ég haft gaman af því að rífa öll rafmagnstæki í sundur sem ég gat og reyna svo að setja saman á ný og með sveinsprófinu var ég orðin fullfær um að taka í sundur, gera við og setja saman sjónvörp, videótæki, hljóðnema og fleira. Hversu praktískt sem það telst nú í dag,“ segir Ari og hlær. Þegar Ari var að alast upp í Keflavík valdist einkum tvennt hjá krökkum: Tónlist eða íþróttir. Ari valdi tónlist, lærði á blokkflautu, klarínett, píanó, bassa og saxafón. Ari ólst upp með ameríska herinn í bakgarðinum að segja má, í íbúahverfi sem upphaflega var reist fyrir Vestmanneyinga eftir gos.Vísir/RAX Það sem hjartað býður Tónlistin, upptökur og að vera í hljómsveitum var samt ástríðan. „Tónlist og tækni sameinaðist reyndar í hljóðverum og um tíma vann ég líka sem tæknimaður á RÚV. Uppúr tvítugt var ég kominn með lykla af öllum upptökuverum í Reykjavík, vann sem sjálfstæður verktaki með eigin rekstur og telst til að ég hafi komið að upptökum á um 110-120 verkefnum á þessum árum, bæði hljómplötum og tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús“ segir Ari. „Við bjuggum saman um tíma, ég og nokkrir strákar af Skaganum en lífið gekk út á að vinna í hljóðverum, sem fyrir mig var algjör draumaheimur. Ég kynntist öllum þessum tónlistarmeisturum og fyrirmyndum og því ekkert að undra að lítið hafi verið um partístand og stuð; bara botnlaus vinna.“ Sem dæmi um verkefni sem Ari vann að má nefna plötur með jazztónlistarmönnunum Sigurði Flosasyni, Stefáni Stefánssyni, Tómasi R. Einarssyni og Kristjönu Stefánsdóttur og fjölmörg verkefni fyrir upptökustjóra og útsetjara eins og Björgvin Halldórsson, Egil Ólafsson, Þórir Baldursson og Jón Ólafsson, meðal annars tónlist við kvikmynd Friðrik Þórs, Djöflaeyjuna, og tónlist úr leikritinu Þrek og tár sem Þjóðleikhúsið sýndi. „Það togaði samt í mig að fara í framhaldsnám og ég sá mig ekki eldast vel í þessu starfi. Ég gleymi því aldrei þegar Sigurður Flosason saxafónleikari og áhrifamikill mentor í mínu lífi, sagði við mig að fyrst og fremst ætti maður að fylgja hjartanu eftir þegar maður væri að ákveða hvað maður vildi í lífinu. Við ættum ekki að verja tíma né orku í annað en það sem hjartað býður. Frekara tónlistarnám var þar með lagt á hilluna og þessum ráðum hef ég fylgt síðan.“ Úr varð að Ari skráði sig í Tölvuháskóla Verslunarskólans, sem síðan rann inn í Háskólann í Reykjavík þegar hann var stofnaður árið 1998. „Guðfinna Bjarnadóttir, fyrsti rektor HR varð mikil og góð vinkona mín og það átti líka við um Höllu Tómasardóttur nýkjörinn forseta, sem þá var einnig í lykilhlutverki við uppbyggingu HR og hefur allar götur síðan verið góð vinkona og fyrirmynd. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Ég var formaður nemendafélagsins á þessum tíma og tók sem slíkur virkan þátt í að setja fyrsta skólaárið af stað. Við bókstaflega bárum húsgögnin yfir götuna og í nýbygginguna við Ofanleiti þar sem HR var fyrst til húsa.“ Ari segist enn hafa sterkar taugar til HR og viðurkennir að hann sé svolítið stoltur af því að hafa tekið þátt í að ýta honum úr vör. Fleira tengist þó Háskólanum í Reykjavík. Því það var þar sem Ari kynntist ástinni í sínu lífi; Halldóru Guðmarsdóttur. „Ég man eftir því að hafa verið í hagfræðitíma þegar ég tók fyrst eftir mjög huggulegri konu,“ segir Ari og ekki laust við að nú sjáist glampi í augunum. „Þannig að við kynntumst fyrst í þjóðhagfræði, eins rómantískt og það nú hljómar.“ Parið byrjaði þó ekki saman fyrr en árið 2002. Þá var Ari útskrifaður en Halldóra á síðasta ári í viðskiptafræði. Börn Ara og Halldóru eru þrjú: Daníel Ingi sem er rétt að verða 21 árs og nú í háskólanámi í Sviss, Sigrún Sjöfn sem er 16 ára og hefur nám í Versló næsta haust og síðan Arna María 10 ára. Ari sá fyrir sér að verða tónlistarmaður þegar hann yrði stór, en kláraði þó rafeindavirkjun í Iðnskólanum en fór síðar í Tölvuháskóla Verslunarskólans, sem rann inn í Háskólann í Reykjavík þegar hann var stofnaður árið 1998. Þá var Ari formaður nemendafélagsins og sem slíkur tók hann virkan þátt í að koma HR á laggirnar, með Guðfinnu Bjarnadóttur fyrsta rektor skólans og Höllu Tómasdóttur nýkjörnum forseta Íslands. Vísir/RAX Hið ófyrirséða Margt síðan þá hefur þó þróast á annan veg en þegar Ari hélt að hann yrði tónlistarmaður. Enda ekki laust við að Ari sé stundum enn að koma sjálfum sér á óvart. „Við erum nýkomin með sjö mánaða tíbetan terrier hund, Sóma og ég verð alveg að viðurkenna það að ég hefði aldrei haldið að ég, af öllum, væri svona mikill hundamaður,“ segir Ari og hlær. „Konan mín hafði talað um að fá okkur hund í um tuttugu ár. En ég sagðist alltaf vera með ofnæmi, ferðast of mikið og það væri ekki hægt. Þegar sonurinn flutti að heiman myndaðist aukin pressa því nú þyrfti að fylla í skarðið á heimilinu. Og hvað gerist? Jú, konan fann einfaldlega hundategund sem er ofnæmisfrí og benti mér á ég væri hættur að ferðast!“ Ari segir Sóma mikinn gleðigjafa í lífinu. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara út að ganga með honum og bara einfaldlega að vera að kynnast honum. Sómi er frábær viðbót á heimilið og það virðist eitthvað óskiljanlegt með þessi dýr. Þau draga einhvern veginn fram í okkur mýktina og mennskuna, við verðum opnari í samskiptum við annað fólk og andrúmsloftið einfaldlega breytist.“ En aftur yfir í praktísk mál því um ári áður en Ari útskrifaðist, stofnuðu hann og fleiri félagar fyrirtæki í hugbúnaðarþjónustu. „Þetta er í miðjum dot-com æsingnum, rétt fyrir aldamótin og okkur þótti sjálfsagt að stofna fyrirtæki þótt markmiðin um reksturinn sem slíkum væru frekar óljós og reynslan ekki mikil. En viðskiptavinirnir voru íslenskir bankar og fjármálafyrirtæki og það reyndist mér ágætis start að byrja minn feril í upplýsingatækni svona.“ Félagið rann síðar inn í stærra og rótgrónara fyrirtæki, Mentis, þar sem Ari byrjaði sem forstöðumaður yfir hugbúnaðarþróun en endaði sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. „Þarna starfaði að uppbyggingu mjög þéttur og góður hópur og ég var mjög heppinn með þann reynslubanka sem þarna ávannst. Gísli heitinn Heimisson, verkfræðingur, var mikill mentor fyrir mig og alla sem þarna störfuðu en áður en varði var ég kominn með þennan sams konar kláða og áður um að læra eitthvað nýtt.“ Sem Ari segir að gerist enn hjá honum reglulega. Árið 2004 fór Ari í MBA nám í HR, sem hann segir hafa verið frábæran tíma. „Það er mjög gefandi að fara aftur í nám þegar maður er kominn með starfsreynslu. MBA námið í HR er líka sett upp þannig að mikill hluti námsins fer í að rýna í raunveruleg verkefni að fyrirmynd Harvard,“ segir Ari og vísar þar til þess sem á ensku kallast „case studies.“ „Þetta nám breytti hugarfari mínu og stækkaði mig á svo margan hátt.“ Næst var stefnan sett á starf hjá stóru fyrirtæki sem helst starfaði á alþjóðavettvangi. Sem árið 2006 þýddi fyrst og fremst bankageirinn. Ari byrjaði þá hjá Glitni banka, forvera Íslandsbanka. „Ég setti það sem skilyrði að fara ekki að vinna á upplýsingatæknisviði, vildi breyta til, en byrjaði sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Fljótt skiptust veður í lofti og áður en ég vissi af, var ég farin að vinna í alls kyns slökkviliðsstjóraverkefnum, oftar en ekki tengt endurskipulagningu á rekstri og upplýsingatækni. Þar sem oft þurfti að taka í handbremsuna og gera breytingar og því fylgdi oft að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ari segir að það sem hafi þó nýst honum sérstaklega vel, var reynslan sem hann hafði af því að hafa verið í sjálfstæðum rekstri. Það eitt og sér hafi tryggt ákveðna jarðtengingu. Þegar enn var allt á ferð og flugi, bauðst Ara síðan það tækifæri að taka við rekstri dótturfélags Glitnis í Lúxemborg, þar sem rekinn var sjálfstæður banki. Úr varð að hjónin fluttu út, sonurinn var þá fimm ára og byrjaði strax í enskumælandi skóla en miðjubarnið var þriggja mánaða. Hamingjan var þó ekki lengi í paradís, því haustið 2008 hrundi íslenskt bankakerfi. „Um tíma vissum við Halldóra aldrei hvort við værum að fara heim eða ekki. En þegar bankarnir hrundu endanlega á Íslandi má segja að naflastrengurinn hafi með öllu slitnað við Ísland og við sem þarna vorum, sátum að mestu einir uppi með það verkefni sem þarna var. Svona eins og gengur og gerist þegar stórar hamfarir ríða yfir.“ Við tók tími sem var erfiður en aðkallandi og lærdómsríkur. Sem meira og minna gekk út á að lágmarka skaðann og verja verðmæti eins mikið og hægt var. Með samtölum við yfirvöld eins og fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og fleiri aðila þarna úti. Ari tók strax eftir Halldóru þegar hann sá hana fyrst í þjóðhagfræðitíma í HR. Þau byrjuðu saman árið 2002 en fluttu með börnin til Lúxemborgar rétt fyrir bankahrun þegar Ari varð bankastjóri Glitnis þar, þá 35 ára. Um tíma sváfu þau með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim, því um tíma gat fólk ekki treyst því að greiðslukerfi myndu standa.Vísir/RAX Þjóðarsál í sárum Þegar hið svokallaða Íslandsbankamál kom upp í fyrra, sat Ari í stjórn bankans. „Ég settist í þar stjórn þremur dögum áður en þetta umdeilda útboð fór fram í mars 2022 og að fengnu samþykki regluvarðar bankans tók ég þátt í útboðinu. Enda er það mín bjargfasta skoðun að það sé æskilegt og eðlilegt að stjórnarmenn í skráðum hlutafélögum eigi í þeim hlutabréf. Auðvitað litaðist stjórnarstarfið mikið af þeirri atburðarás sem fer af stað eftir þetta útboð og allir þekkja.“ Í kjölfar sáttar bankans við Fjármálaeftirlitið tók við ný stjórn í Íslandsbanka og nýir lykilstjórnendur. Ari var því einn þeirra sem ekki bauð sig fram til frekari stjórnarsetu. „Það má því segja að þessi stjórnarseta hafi verið styttri en upphaflega var áætlað. Þetta var orðið gott.“ Kom þér reiðin og heiftin á óvart sem upp blossaði í samfélaginu í kjölfar málsins? „Já ég skal alveg viðurkenna að þessi reiði og heift komu mér í opna skjöldu og framganga sumra olli undrun og vonbrigðum. Ég veit ekki hvort það að hafi verið fimmtán ára starf erlendis og á alþjóðlegum vettvangi, sem hafi gert mig svona ónæman á þjóðarsálina eða hvar pólitíkin liggur í þessum málaflokki,“ segir Ari og bætir við: „Mér er sjálfum tamt að horfa til framtíðar en ekki til fortíðar og það var hugarfarið mitt þegar ég settist í stjórn Íslandsbanka. En þetta var lærdómsríkt og svo sem ekki annað sagt en að andrúmsloftið í kringum Íslandsbanka í fyrra hafi verið áhugavert út af fyrir sig. Þótt ekki finnist mér fjármálakerfið hér á landi áhugaverður starfsvettvangur miðað við þá umgjörð og andrúmsloft sem hér ríkir.“ Ari segir þó mikilvægt að muna, að bankahrunið var ekki sér íslenskt fyrirbæri. „Alls staðar í Evrópu og á Norðurlöndunum voru bankar að falla á árunum 2008 til 2010, ríki að yfirtaka þá eða loka þeim eða að bönkum var bjargað vegna þess að það var tekin ákvörðun um að bjarga þeim. Ísland er því ekkert að skera sig úr hvað það varðar, heldur frekar hitt að Ísland var kanarífuglinn í kolanámunni sjálfri: Stórir bankar en lítið hagkerfi og áhrifin ýkt eftir því.“ Ég man að um tíma sváfum við Halldóra með fullt af evrum undir koddanum. Sem dugðu til að kaupa flugmiða fyrir fjölskylduna heim ef á þyrfti að halda og gám undir búslóðina. Því um tíma treysti maður einfaldlega ekki á að greiðslumiðlunarkerfin í Evrópu myndu halda.“ Ari viðurkennir líka að auðvitað hafi þetta verið erfiður tími. „Já, auðvitað var þetta erfið brekka og mikil óvissa, eins og fyrir svo marga. Ég flyt út með fjölskylduna 35 ára gamall og hélt að ég væri að fara að vinna þar sem bankastjóri. Síðan hrynur allt og áður en maður veit af er maður í því verkefni dag frá degi að reyna að greiða úr þeim flækjum sem upp voru komnar; lagalega, fjárhagslega og pólitískt. Því í hverju landi gilda ákveðin lög og ég bundinn af því að vinna með þeim yfirvöldum, stofnunum og leikreglum sem þarna gilda. Það var mikið verkefni að vinna aftur traust en það gekk upp á endanum og mikill árangur náðist í þessu starfi.“ Árið 2010 stofnaði Ari hins vegar fjármálafyrirtækið Reviva Capital með nokkrum samstarfsmönnum sínum. Þar starfaði hann sem forstjóri næstu tólf árin, en nú sem stjórnarformaður. Reviva Capital starfar í Kaupmannahöfn, Lúxemborg og Lissabon og þar starfa 35 manns. Fyrirtækið veitir alþjóðlegum fagfjárfestum sérhæfða eignastýringarþjónustu. Ari tók við sem forstjóri Origo af Jóni Björnssyni, en þegar Ari sat í stjórn félagsins varð þeim strax vel til vina. Þegar Ari var hættur að vinna í Lúxemborg, skellti hann sér í flugnám á Íslandi en hann segir fátt jafnast á við það að fljúga yfir fjöll og firnindi á Íslandi, eldgos og jökla. Engin miðlífskrísa Ari kynntist Jóni Björnssyni fyrrum forstjóra Origo þegar hann settist í stjórn félagsins árið 2022. „Okkur varð strax vel til vina og unnum þétt saman að ýmsum stórum verkefnum. Ég nefni sem dæmi söluna á dótturfélaginu Tempo, breytingar á eignarhaldi Origo og afskráningu félagsins af markaði.“ Þegar Jón tilkynnti honum sem stjórnarformanni að hann hygðist láta af störfum, segir hann hugmyndina um að hann tæki við forstjórakeflinu fyrst hafa komið upp. „Í samtali okkar á milli sagði hann í hálfkæringi: Tekur þú ekki bara við? Og þar með var því fræi plantað hjá mér.“ Ferlið sem tók við var auðvitað lengra og formlegra, en Ari segir að það sem auðveldaði þann feril allan saman er að sú vegferð sem Jón hafði leitt félagið á og sú framtíðarsýn sem núverandi hluhafar hafi, falli vel að þeirri sýn sem Ari hefur sjálfur. En hvernig er að taka við forstjórastarfi af Jóni Björnssyni? „Jón er frábær stjórnandi og góður og vandaður maður. En það er ekki mitt markmið að fara í annarra manna skó, allir þurfa að finna sinn eiginn farveg. En mér finnst frábært að vinna innan um fólkið hér og elska að vera hluti af góðu teymi. Oft segi ég að ég vinni í gegnum fólk, enda er ég ekki sérfræðingur í neinu en kann ýmislegt í mörgu. Ég hlakka til að leiða félagið áfram á jákvæðri leið en með mínum hætti.“ Ari segist eflaust vera ofvirkur þótt hann hafi ekki fengið greiningu sem slíka. Hann segir skýringuna á virkri íþróttaræktun ekki vera miðlífskrísu, hjólin hafi hann stundað frá því í Lúxemborg og upp úr tvítugt hafi hann einfaldlega áttað sig á því að hann yrði að hugsa betur um sig. Bestu hugmyndirnar fær Ari til dæmis oft þegar hann er að hlaupa.Vísir/RAX Frá árinu 2017, hefur fjölskyldan búið á Seltjarnarnesi, þar sem Halldóra er uppalin. „Áður en við fluttum heim frá Lúxemborg, var staðan orðin þannig að við vorum eiginlega farin að reka tvö heimili; þar og hér. Sem var svo sem ekki að koma neitt sérstaklega vel út, því það að fylgja hjartanu kemur ekkert endilega alltaf vel út í excel,“ segir Ari og brosir. „En þetta var mjög rétt ákvörðun hjá okkur og við einfaldlega tilbúin til þess að koma heim. Foreldrar okkar að eldast, frændsystkin að fæðast og fleira, en við alltaf í burtu.“ Þá hafði það áhrif þegar sonurinn komst á framhaldsskólaaldur. „Þá stóðum við líka frammi fyrir því hvort við ættum að missa hann í nám erlendis þannig að hann yrði eins og hver annar Evrópubúi, eða að koma honum í jarðsamband við Ísland með menntaskóla hér.“ Samhliða vinnu, ræktar Ari ástríðurnar sínar: tónlist, íþróttir og flug. „Ekkert endilega í þessari röð samt,“ segir Ari og brosir. En hvaðan kemur þessi áhugi á flugvélum? „Ég hef reyndar engan sérstakan áhuga á flugvélum sem slíkum. En elska að fljúga og það er ekkert sem jafnast á við þá stórkostlegu upplifun að fljúga á eigin flugvél yfir Ísland; jökla, eldgos, fjöll og firnindi,“ segir Ari og bætir við: „Ég fór í flugskólann eftir að við fluttum heim einfaldlega af því ég hafði aftur þörf á að læra eitthvað nýtt og mér fannst ég hálf innikróaður svona vestast á höfuðborgarsvæðinu. Það var æðislegt að að setjast á skólabekk í flugskólanum hálffimmtugur og vera með nemendum sem flestir voru um tvítugt og á leið í atvinnuflugmennsku.“ Tónlistina segist Ari enn rækta en nú frá annarri hlið en áður. „Saxófónninn er harður húsbóndi og fólk þarf að vera mjög virkt í að æfa sig, til að geta haldið sér við þar. Ég gríp því oftar í gítarinn eða að spila á píanóið. Í hverri viku fer ég á tónleika og stundum jafnvel nokkra tónleika,“ segir Ari og bendir á að það sé líka mikilvæg aðkoma að tónlist, að vera tónlistarunnandi, áheyrandi og miðakaupandi. Ari er líka stjórnarformaður Menntaskóla í Tónlist sem varð til við samruna Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH, þar sem um 200 nemendur sækja nám. Ari hefur líka oft setið í dómnefnd íslensku tónlistarverðlaunanna og komið að skipulagsvinnu ýmissa viðburða eins og jazzhátíða og fleira. Alla daga leggur Ari líka áherslu á hreyfingu. Hleypur, hjólar og syndir. „Þetta er samt engin miðlífskrísa,“ segir hann og hlær. „Ég var algjör antisportisti sem barn og unglingur og gerði hvað ég gat til að komast undan því að mæta í leikfimi. En eftir tvítugt fór áhuginn að vakna einfaldlega vegna þess að ég var ekki að hugsa nógu vel um sjálfan mig og mína heilsu. Ég hef síðan þá hugað mjög vel að lífstíl, hreyfingu og mataræði.“ Frá árinu 2001 hefur Ari því stundað langhlaupin og í Lúxemborg byrjaði hann að hjóla. „Þjóðaríþróttin í Lúxemborg er ekki handbolti eða fótbolti, heldur götuhjólreiðar!“ Sundið bættist síðan nýverið við, sem hluti að undirbúning fyrir þátttöku í þríþrautarkeppnum, hálfum járnkarli. Ætli ég sé ekki ofvirkur að einhverju leyti þótt ég hafi aldrei fengið þá greiningu. Skörpustu hugsanirnar mínar eru að minnsta kosti þegar ég er aktíft að gera eitthvað. Ég get til dæmis fengið bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er að hlaupa, á meðan aðrir eru miklu betri en ég í því að slaka á og hugsa og fá góðar hugmyndir þannig,“ segir Ari og bætir við: „Ekkert okkar er steypt í sama mót, það sem hentar mér hentar ekki endilega öðrum og svo framvegis. En sem betur fer er það viðhorf ekki lengur hluti af íslenskri fyrirtækjamenningu að fólk eigi alltaf að vera að vinna. Tíminn er okkar dýrmætasta auðlind og það hvernig við nýtum hann skiptir miklu máli. Þar er það hlutverk stjórnandans að leiða með góðu fordæmi og þá ekki síst þannig að sýna hversu mikilvægt það er að allir skapi sér jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Stjórnun Starfsframi Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Vinnustaðamenning Tækni Tengdar fréttir „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00