„Ég grét svo mikið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 15:02 Það er ýmislegt framundan hjá Aníta Briem. Vísir/Vilhelm Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember. Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan. Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan.
Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira