Innlent

Brunahætta af hleðslubönkum

Árni Sæberg skrifar
Brunahætta getur stafað af þessum banka.
Brunahætta getur stafað af þessum banka. IKEA

IKEA hefur innkallað hleðslubanka vegna framleiðslugalla sem gerið það að verkum að af bönkunum stafar brunahætta.

Í tilkynningu á veg IKEA segir að verslunin hvetji alla viðskiptavini sem eiga VARMFRONT hleðslubanka 10 400 mAh (tegundanúmer E2023) með dagsetninguna (ÁÁVV) 2313, 2316, 2318 eða 2319, eða VARMFRONT hleðslubanka 5 200 mAh (tegundanúmer E2037) með dagsetningunni (ÁÁVV) 2318, 2319 eða 2322, til að taka hann úr umferð, skila í IKEA og fá nýjan hleðslubanka eða endurgreiðslu.

IKEA vörur fari í gegnum áhættumat og ítarlegar prófanir til að tryggja að þær þoli mikla notkun á heimilum fólks og þær uppfylli gildandi kröfur og reglugerðir á markaðssvæðum þar sem IKEA er starfrækt.

Þrátt fyrir það hafi IKEA verið upplýst um að ákveðnir VARMFRONT hleðslubankar geti valdið eldhættu vegna framleiðslugalla. Gallinn eigi aðeins við um vörur með framantöldum dagsetningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×