Erlent

Joe Biden með Covid

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Biden hefur einu sinni áður greinst með veiruna, í júní 2022. 
Biden hefur einu sinni áður greinst með veiruna, í júní 2022.  AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum.

Í umfjöllun CNN kemur fram að forsetinn hafi greinst eftir sína fyrstu framkomu í ferð sinni til Las Vegas. Áætlað var að hann myndi koma fram á ráðstefnu UnidosUS-samtakanna síðar í dag en hann er þegar kominn í einangrun á heimili sínu í Delaware. 

„Mér líður vel,“ sagði Biden við blaðamenn í Las Vegas áður en hann steig upp í flugvél og lagði af stað heim í einangrun. Samkvæmt CNN er Biden fullbólusettur fyrir veirunni. 

Fram kemur að Covid-tilfelli hafi aukist í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Samkvæmt opinberum tölum hafi heimsóknum á bráðadeild vegna Covid-19 fjölgað um tæpan fjórðung milli síðustu vikunnar í júní og fyrstu vikunnar í júlí. 

Sama hefur verið upp á teningnum hér á landi, en í gær var greint frá því að gripið yrði til aðgerða á Landspítalanum vegna talsverðrar fjölgunar smitaðra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×