Erlent

Rað­morðingi játar að hafa myrt allt að 42 konur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Níu lík hafa fundist í námu í Naíróbí þar sem rusl hefur verið losað.
Níu lík hafa fundist í námu í Naíróbí þar sem rusl hefur verið losað. Unsplash/Jocalih

Lögregluyfirvöld í Kenía hafa handtekið raðmorðingja sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti níu konur hvers líkamsleifar fundust í námu í höfuðborginni Naíróbí, þar sem sorp var losað.

Jomaisi Khalisia, 33 ára, hefur játað að hafa myrt 42 konur frá árinu 2022, þeirra á meðal eiginkonu sína.

Fyrstu líkamsleifarnar fundust á föstudag en Khalisia sagðist hafa myrt síðasta fórnarlamb sitt á fimmtudaginn. Lögregla gerði húsleit á heimili hans um helgina og lagði meðal annars hald á tíu síma, tölvu, persónuskilríki, kvenfatnað og sveðju.

Samkvæmt BBC var Khalisia handtekinn á bar þar sem hann var að horfa á úrslitaleik EM karla í knattspyrnu.

„Hann játaði að hafa lokkað, myrt og losað sig við 42 kvenlík á ruslahaugunum; allar myrtar frá 2022 og allt þar til á fimmtudaginn,“ er haft eftir Mohamed Amin, yfirmanni rannsóknarlögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×