Matareitrun á EM: Fimm veikar í íslenska hópnum og ein fór á sjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:21 Íslensku stelpurnar hafa náð sögulegum árangri á mótinu en því miður hafa margar þeirra veikst á lokakaflanum. FIBA.basketball Búið er að aflýsa einum leik í b-deild Evrópukeppni tuttugu ára landsliða kvenna í körfubolta í Búlgaríu en margir leikmenn og starfsmenn liðanna á mótinu hafa veikst á síðustu dögum. Íslenski hópurinn slapp því miður ekki. FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira