Gular viðvaranir alla helgina Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 07:58 Kort Veðurstofu Íslands Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig. Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Sjá meira
Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig.
Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Sjá meira