Fótbolti

Sjáðu þáttinn um N1 mótið: „Hann er föðurbetrungur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Árni Pálsson ræðir hér við unga Gróttumenn.
Stefán Árni Pálsson ræðir hér við unga Gróttumenn. S2 Sport

Tvö þúsund keppendur og tvö hundruð lið tóku þátt í N1 móti KA-manna á dögunum og fulltrúar þáttarins um Sumarmótin voru að sjálfsögðu á staðnum. Nú er hægt að horfa á allan þáttinn um mótið á Akureyri hér inn á Vísi.

Þetta er í 38. skiptið sem N1 mótið er haldið en þetta er mót fyrir 5. flokk karla og er haldið á KA svæðinu. Alls voru spilaðir þúsund leikir á mótinu í ár en mótið er eitt það stærsta sem er haldið á Íslandi ár hvert.

Stefán Árni Pálsson mætti norður með myndatökumanni sínum og fangaði stemmninguna meðal strákanna, foreldranna og mótshaldara.

Ólafur Egilsson átti son á N1 mótinu.S2 Sport

Stefán hitti meðal annars leikstjórann og leikarann Ólaf Egilsson sem var að fylgjast með syni sínum spila. En var hann sjálfur góður í fótbolta?

„Nei, ég var aldrei góður í fótbolta. Það er svona hefð fyrir því að við séum markmenn. Pabbi [Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari] var markmaður hjá Fram og ég gerðist svo frægur að vera markmaður hjá Val,“ sagði Ólafur sem var að gera frábæra hluti með leiksýninguna Níu líf sem var gerð um líf og tónlist Bubba Morthens. Nú var Ólafur hins vegar mættur til að sjá strákinn sinn spila.

„Nú er Strákurinn er minn framherji þannig að hann er föðurbetrungur,“ sagði Ólafur en strákurinn hans spilar með Val.

Þetta viðtal og fleiri sem og svipmyndir með tilþrifum strákanna má sjá hér í þættinum fyrir neðan.

Klippa: Sumarmótin - N1 Mótið 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×