Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 16:01 Edda Sif segir vangaveltur Davíðs Arnars, um að ekki sé vitað hvaðan efnið kemur sem Carbfix hyggst dæla niður í jörðu í Hafnarfirði – þetta gæti þess vegna verið frá vopnaframleiðendum komið – ekki svara verðar. vísir/einar/or Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Edda Sif ritar ítarlega grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún fer yfir eitt og annað sem hún segir misskilning. Meðal annars víkur hún að orðum Davíðs Arnars sem var ómyrkur í máli í viðtali við Vísi. Vangaveltur Davíðs Arnars ekki svara verðar Hann taldi ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars liggi ekkert fyrir um hvaðan efnið sem til standi að dæla niður í jörðu í Hafnarfirði: „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Davíð Arnar. Edda Sif segir að í viðtalinu sé fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins en það sé ekki rétt því það sé enn í undirbúningsfasa. Það sé eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Hún segir að í viðtalinu við Davíð Arnar sé farið vítt og breytt yfir sviðið og því meðal annars velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. „Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum.“ Engir jarðskjálftar, engin hljóðmengun og engin mengun Grein Eddu Sifjar er löng og upplýsandi, þó hún segi reyndar sjálf að hún sé snörp en þar er komið inn á ýmsar vangaveltur sem komið hafa upp í umfjöllun um málið. Þessu svarar Edda Sif snöfurmannlega – hún vill leiðrétta mýtur: Hún segir verkefnið ekki menga og Carbfix sjái fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun frá Carbfix verði klár. Carbix þurfi vissulega mikið vatn en það sé ekki neysluvatn sem nýtt verði, smaráð verði haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal, engin hljóðmengun verði né jarðskjálftar og þannig má áfram telja. Þá segir Edda Sif að ekki sé um að ræða tilraunaverkefni, bara alls ekki og tekið er fram að þó gert sé ráð fyrir því að starfsemin skili hagnaði þá sé megin tilgangurinn jákvæð áhrif á loftslagið. Edda Sif lýkur grein sinni á því að segja að starfsemin sé ekki skyld því sem heitir „fracking“ á ensku: „Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur margvottuð og sannreynd aðferð.“ „Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið.“ Orkumál Hafnarfjörður Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Edda Sif ritar ítarlega grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún fer yfir eitt og annað sem hún segir misskilning. Meðal annars víkur hún að orðum Davíðs Arnars sem var ómyrkur í máli í viðtali við Vísi. Vangaveltur Davíðs Arnars ekki svara verðar Hann taldi ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars liggi ekkert fyrir um hvaðan efnið sem til standi að dæla niður í jörðu í Hafnarfirði: „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Davíð Arnar. Edda Sif segir að í viðtalinu sé fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins en það sé ekki rétt því það sé enn í undirbúningsfasa. Það sé eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Hún segir að í viðtalinu við Davíð Arnar sé farið vítt og breytt yfir sviðið og því meðal annars velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. „Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum.“ Engir jarðskjálftar, engin hljóðmengun og engin mengun Grein Eddu Sifjar er löng og upplýsandi, þó hún segi reyndar sjálf að hún sé snörp en þar er komið inn á ýmsar vangaveltur sem komið hafa upp í umfjöllun um málið. Þessu svarar Edda Sif snöfurmannlega – hún vill leiðrétta mýtur: Hún segir verkefnið ekki menga og Carbfix sjái fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun frá Carbfix verði klár. Carbix þurfi vissulega mikið vatn en það sé ekki neysluvatn sem nýtt verði, smaráð verði haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal, engin hljóðmengun verði né jarðskjálftar og þannig má áfram telja. Þá segir Edda Sif að ekki sé um að ræða tilraunaverkefni, bara alls ekki og tekið er fram að þó gert sé ráð fyrir því að starfsemin skili hagnaði þá sé megin tilgangurinn jákvæð áhrif á loftslagið. Edda Sif lýkur grein sinni á því að segja að starfsemin sé ekki skyld því sem heitir „fracking“ á ensku: „Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur margvottuð og sannreynd aðferð.“ „Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið.“
Orkumál Hafnarfjörður Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30
Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04