Kallar Novak Djokovic Svarthöfða tennisheimsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 12:30 Novak Djokovic lét áhorfendur á Wimbledon mótinu heyra það, ekki sáttur með köll þeirra á meðan leiknum við Holger Rune stóð. Getty/Mike Hewitt Tennisgoðsögnin John McEnroe er á því að serbneski tenniskappinn sé óumbeðið í hlutverki Svarthöfða í tennisheiminum. Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira