Öryggisvörður tæklaði Morata eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 22:15 Álvaro Morata heldur um hnéð eftir tæklingu öryggisvarðarins. getty/Alex Grimm Þrátt fyrir að Spánverjar séu komnir í úrslit EM hefur Álvaro Morata, fyrirliði þeirra, ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi. Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43