Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Gladiator II

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Paul Mescal og Pedro Pascal fara með aðalhlutverk myndarinnar.
Paul Mescal og Pedro Pascal fara með aðalhlutverk myndarinnar. Paramount Pictures

Fyrsta stikla stórmyndarinnar Gladiator II undir leikstjórn sjálfs Ridley Scott hefur litið dagsins ljós. Myndin er sjálfstætt framhald af Skylmingaþrælnum sem kom út árið 2000 og tekinn er upp þráðurinn einhverjum 25 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar.

Paul Mescal fer með hlutverk Luciusar, fullorðins sonar Lucillu úr upphaflegu myndinni. Pedro Pascal fer með hlutverk Marcusar Acaciusar herforingja.

Stiklan hefst á lýsingu á uppruna Luciusar og tekið er fram að hann þekki ekki fæðingarstað sinn né foreldra. Þá birtist stórleikarinn Denzel Washington í hlutverki vopnasalans Macrinusar.

Handritið er skrifað af þeim Peter Craig og David Scarpa en myndin verður frumsýnd hér á landi 14. nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×