Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 23:01 Lamine Yamal fagnar marki sínu gegn Frakklandi. getty/Halil Sagirkaya Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15