Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 23:30 Hans Lindberg fer á Ólympíuleikana í sumar, sextán árum eftir að hafa farið í fyrsta sinn á Ólympíuleika. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson. Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti