Fótbolti

BBC: Voru ekki hæðast að Ronaldo, að­eins leikur að orðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo var í öngum sínum eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í framlengingu gegn Slóveníu, en skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Portúgal hafði betur.
Cristiano Ronaldo var í öngum sínum eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í framlengingu gegn Slóveníu, en skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Portúgal hafði betur. Getty/Justin Setterfield

Breska ríkisútvarpið fékk á sig talsverða gagnrýni fyrir skjátexta sinn undir umfjöllun BBC um vítaklúður Cristiano Ronaldo í leik Portúgala og Slóveníu á EM.

BBC setti umfjöllunina fram undir grafíkinni „Misstiano Ronaldo“ en Ronaldo lét verja frá sér víti í framlengingunni og grét sáran á eftir.

Viku eftir leikinn hefur breska ríkisútvarpið ákveðið að svara gagnrýninni en BBC sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Þetta átti bara að vera leikur að orðum eins og við höfum gert svo oft í grafík Match of the Day þáttarins. Við ætluðum aldrei að hæðast að Ronaldo,“ skrifar BBC en The Telegraph segir frá.

„Staðreyndin er sú að við töluðum mörgum sinnum vel um Ronaldo í útsendingunni. Sérfræðingar okkar hafa aldrei sett fram ósanngjarna gagnrýni á hann,“ skrifar BBC.

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, var einn af þeim sem gagnrýndi framsetningu BBC. Hann var langt frá því að vera sá eini.

Ronaldo bætti fyrir vítaklúðrið að einhverju leyti þegar hann skoraði úr sinni vítaspyrnu í vítakeppninni sem Portúgal vann 3-0.

Ronaldo skoraði líka í vítakeppninni á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum en þar töpuðu Portúgalar 5-3 og misstu þar með af sæti í undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×